Tilkynning um stofnun starfshóps um BUGL:
Hinn 11. febrúar sl. ræddi framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss erindi frá sviðsstjórum geðsviðs, þeim Eydísi Sveinbjarnardóttur og Hannesi Péturssyni, um málefni barna- og unglingageðdeildar.
Sl. þriðjudag, 18. febrúar, var síðan ákveðið í framkvæmdastjórn að skipa nefnd sem fjallar um málefni barna- og unglingageðdeildar. Heilbrigðisráðherra var greint frá því á fundi forstjóra og stjórnarformanns LSH með honum fimmtudaginn 20. febrúar 2003.
Nefndinni verður sett erindisbréf og er verkefni hennar tvíþætt. Annars vegar að skoða geðheilbrigðisþjónustu við börn innan spítalans og hjá helstu samstarfsstofnunum barna- og unglingageðdeildar. Einnig að meta hvernig þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir sé best komið fyrir innan LSH. Tillögur liggi fyrir eigi síðar en í lok mars.
Hins vegar setji nefndin fram tillögur um hvað þurfi nauðsynlega að gera til að bæta aðbúnað í geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á LSH og meta í því sambandi kostnað, mönnun og húsnæðisþörf. Í nefndina bætist þá fulltrúar skrifstofu tækni og eigna og skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga.
Í nefndinni eru eftirtaldin:
Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði, formaður,
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðdeild,
Vilborg G. Guðnadóttir, deildarstjóri barna- og unglingageðdeild,
Ásgeir Haraldsson, prófessor, Barnaspítala Hringsins,
Magnús Ólafsson, sviðsstjóri hjúkrunar á barnasviði.
Hinn 11. febrúar sl. ræddi framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss erindi frá sviðsstjórum geðsviðs, þeim Eydísi Sveinbjarnardóttur og Hannesi Péturssyni, um málefni barna- og unglingageðdeildar.
Sl. þriðjudag, 18. febrúar, var síðan ákveðið í framkvæmdastjórn að skipa nefnd sem fjallar um málefni barna- og unglingageðdeildar. Heilbrigðisráðherra var greint frá því á fundi forstjóra og stjórnarformanns LSH með honum fimmtudaginn 20. febrúar 2003.
Nefndinni verður sett erindisbréf og er verkefni hennar tvíþætt. Annars vegar að skoða geðheilbrigðisþjónustu við börn innan spítalans og hjá helstu samstarfsstofnunum barna- og unglingageðdeildar. Einnig að meta hvernig þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir sé best komið fyrir innan LSH. Tillögur liggi fyrir eigi síðar en í lok mars.
Hins vegar setji nefndin fram tillögur um hvað þurfi nauðsynlega að gera til að bæta aðbúnað í geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á LSH og meta í því sambandi kostnað, mönnun og húsnæðisþörf. Í nefndina bætist þá fulltrúar skrifstofu tækni og eigna og skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga.
Í nefndinni eru eftirtaldin:
Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði, formaður,
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðdeild,
Vilborg G. Guðnadóttir, deildarstjóri barna- og unglingageðdeild,
Ásgeir Haraldsson, prófessor, Barnaspítala Hringsins,
Magnús Ólafsson, sviðsstjóri hjúkrunar á barnasviði.