Göngudeild öldrunarsviðs tók 1. apríl 2003 formlega í notkun húsnæði á 1. hæð á Landakoti sem bætist við húsnæði hennar á jarðhæð. Á 1. hæð eru 6 herbergi fyrir starfsemina en á jarðhæð 5, eftir að nýtt afgreiðsluherbergi var tekið í notkun fyrir 4 vikum.
Nýja húsnæðið er vel staðsett í anddyri Landakots. Aðgengi og anddyri Landakots verður síðan endurnýjað í vor með sérstöku tilliti til aldraðra og fatlaðra.
Við þessi tímamót breyttist nafn deildarinnar úr móttöku- og endurkomudeild í göngudeild öldrunarsviðs.
Á göngudeildinni vinna þverfagleg teymi. Þar starfa 15 læknar,10 hjúkrunarfræðingar, ritari, taugasálfræðingur og 3 félagsráðgjafar.
Starfsemin er þríþætt, almenn móttaka fyrir 67 ára og eldri, byltu og beinverndarmóttaka og minnismóttaka.
Á göngudeild öldrunarsviðs fara fram rannsóknarstörf, ráðgjafarþjónusta og eftirfylgd öldrunarteymis. Deildarstjóri er Erla Kristbjörg Sigurgeirsdóttir. Yfirlæknir minnismóttöku er Jón Snædal en yfirlæknir annarrar starfsemi Guðný Bjarnadóttir.
Sviðsstjórn og starfsfólk öldrunarsviðs færði Jóni Snædal yfirlækni og Erlu Kristbjörgu Sigurgeirsdóttur deildarstjóra blóm í tilefni af merkum tímamótum í starfi göngudeildar öldrunarsviðs |
Þarna var þessi líka fína terta. . |