Fréttatilkynning 3. apríl 2003
Öll starfsemi Barnaspítala Hringsins hófst á nýjum stað í dag, fimmtudag 3. apríl 2003. Allar barnadeildir sem voru á Hringbraut og í Fossvogi er nú komnar í nýja Barnaspítalann. Flutningurinn gekk vel og mikil ánægja sjúklinga og starfsmanna með nýjar og glæsilegar vistarverur.
Á Barnaspítala Hringsins eru þessar deildir og helstu símanúmer:
Barnadeild 22E | s. 543 3760 |
Barnadeild 23E | s. 543 3780 |
Barnaskurðdeild 22D | s. 543 3750 |
Bráðamóttaka barna 20D | s. 543 3730 |
Dagdeild 20E | s. 543 3710 |
Göngudeild | s. 543 3710 |
Vökudeild 23D | s. 543 3770 |
Aðalinngangur Barnaspítala Hringsins er bakvið Kvennadeildarbygginguna og snýr að Hringbraut.
Símanúmer móttöku í anddyri er 543 3700
Samband við vakthafandi lækna á Barnaspítala Hringsins er eftir sem áður gegnum skiptiborð Landspítala - háskólasjúkrahúss, s. 543 1000.
Bráðamóttaka barna
er á jarðhæð Barnaspítala Hringsins, 20D. Hún verður opin allan sólarhringinn. Gengið er gegnum aðaldyr Barnaspítalans frá kl. 7:00 á morgnana til miðnættis virka daga. Frá miðnætti til kl. 7:00 á morgnana virka daga er farið inn um næturinngang Landspítala frá Eiríksgötu og frá miðnætti til kl.10:00 um helgar.
ATH. Börn sem slasast fara á slysa- og bráðadeild í Fossvogi eins og verið hefur.
Sjúkrabílar koma allan sólarhringinn beint að Barnaspítalanum. Innkeyrsla þeirra er við Barónsstíg, á bakvið gamla Kennaraskólann.