Vísindaráð LSH stendur fyrir kynningu á vísinda- og rannsóknarstarfi á sjúkrahúsinu á Vordögum LSH 2003.
Dagskrá Vísinda á Vordögum hefur verið birt. Hún hefst kl. 13:00 mánudaginn 12. maí með samkomu í nýjum sal við Barnaspítala Hringsins. Þar kynna fjölmargir vísindamenn rannsóknir sínar. Sérstakur gestur er Sten Lindahl prófessor í svæfinga- og gjörgæslufræðum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og fulltrúi í Nóbelsnefndinni fyrir læknisfræði. Hann flytur erindið "A Vision of a University Hospital". Eftir kaffi ræðir Gísli Einarsson framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar um vísindastarf á LSH og Magnús Pétursson forstjóri tilkynnir um úthlutun úr Vísindasjóði Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Stór veggspjaldasýning um rannsóknarverkefni verður opnuð í K-byggingu við Hringbraut kl. 13:00 þriðjudaginn 13. maí. Þar verða til sýnis 79 veggspjöld frá flestum deildum spítalans. Höfundarnir kynna veggspjöld sín milli klukkan 15:00 og 16:00. Veggspjaldasýningin mun síðan standa í eina viku.
Allir eru velkomnir á dagskrána Vísindi á Vordögum.