Fulltrúi sjúklinga er tekinn til starfa á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann hefur það hlutverk að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra stuðning, koma málefnum þeirra á framfæri og beina umkvörtunum þeirra í réttan farveg til úrlausnar.
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra, hefur tekið að sér að þróa þetta starf.
Þeir sem vilja nýta sér þjónustu fulltrúa sjúklinga geta haft samband í síma Landspítala - háskólasjúkrahúss, 543 1000. Þjónustan er veitt mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9:00 til 14:00 eða eftir nánara samkomulagi.