Stjórn Menningarsjóðs Íslandsbanka ákvað í tilefni af 15 ára afmæli sjóðsins að leggja fram 2 milljónir króna sem stofnframlag í sjóð sem til stendur að stofna á Barnaspítala Hringsins til að styrkja menningu og listir á barnaspítalanum. Auk þess gaf Menningarsjóður Íslandsbanka barnaspítalanum 35 listaverk eftir ýmsa listamenn. Þeim verður komið fyrir á veggjum þar. Þessi gjöf Íslandsbanka var afhent á afmælishátíð menningarsjóðsins í Gerðarsafni miðvikudaginn 21. maí 2003.
Magnús Ólafsson og Ásgeir Haraldsson tóku við gjöfum frá Íslandsbankafólkinu Huldu Styrmisdóttur og Bjarna Ármannssyni.
Magnús Ólafsson og Ásgeir Haraldsson tóku við gjöfum frá Íslandsbankafólkinu Huldu Styrmisdóttur og Bjarna Ármannssyni.