Hópi starfsmanna sendiráða erlendra ríkja á Íslandi var í dag kynnt starfsemi Landspítala - háskólasjúkrahúss. Framkvæmdastjórn bauð til kynningarinnar sem haldin var í Blásölum í Fossvogi. Auk forstjóra, kynntu framkvæmdastjórar spítalans, sviðsstjórar og fleiri starfsmenn LSH skipulag starfseminnar og fjölbreytta þjónustu. Fjallað var sérstaklega um hjartasjúkdóma, krabbamein og vísindastarfsemi. Síðan var farið í kynnisferð á nokkra staði á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Starfsmönnum sendiráða kynnt starfsemin
Framkvæmdastjórn LSH stóð fyrir kynningu, með fyrirlestrum og vettvangsferðum, á starfsemi spítalans fyrir starfsmenn sendiráða erlendra ríkja.