SKURÐLÆKNINGASVIÐ
Hringbraut
Lýtalækningadeild 13A Frá 1. júní til 31. ágúst verða 10 rúm opin. Gert er ráð fyrir að deildin geti tekið við sjúklingum frá almennu skurðdeildunum á þessu tímabili.
Hjarta- og augnskurðdeild 12E; Frá 1. maí til 31. ágúst verða 15 rúm opin.
Almennar skurðdeildir 12G og 13G sameinast um rekstur á tímabilinu 13. júní til 11. ágúst. Á þeim tíma loka deildirnar til skiptis í 4 vikur hvor deild.
Þvagfæraskurðdeild 13D; Frá 1. júní til 31. ágúst verða 15 rúm opin.
Þvagfærarannsóknir 11C; Frá 1. júní til 31. ágúst verður opið frá mánudegi til fimmtudags.
Fossvogur
Bæklunardeildir og háls-, nef- og eyrnadeild A-5 og A-4 sameinast um rekstur á tímabilinu 22. júní til 17. ágúst. Á þeim tíma loka deildirnar til skiptis í 4 vikur hvor deild. Áætlað er að hafa 22-24 rúm opin á þessum tíma fyrir báðar sérgreinarnar.
Dagdeild inni á A-4 verður lokuð frá 14. júní til 1. september.
Heila- og taugaskurðdeild og æðaskurðdeild B-6 Frá 1. júní til 31. ágúst verða 18 rúm opin í miðri viku en 12 rúm um helgar.
LYFLÆKNINGASVIÐ I
Hringbraut
Lyflækningadeild 13E (5 daga deild, áður 11B) verður lokuð frá 14. júlí til 10. ágúst.
Kópavogur
Húðdeild (5 daga deild) verður lokuð frá 16. júní til 24. ágúst.
LYFLÆKNINGASVIÐ II
Hringbraut
Einhver samdráttur er fyrirsjáanlegur í starfsemi á dag- og göngudeildum 11F og 11K .
Kópavogur
Líknardeild, Kópavogi; Frá 15. júní til 1. júlí verða 7 rúm opin (af 8) og frá 1. júlí til 31. ágúst verða 5 rúm opin.
BARNASVIÐ
Barnaspítali Hringsins
Dagdeild 20E verður lokuð frá og með 7. júlí til og með 10. ágúst.
Lyflækningadeildir 22D og 23E verða samreknar í sumar.
KVENNASVIÐ
Kvenlækningadeild 21A; Frá 31. maí til 31. ágúst verða 13-14 rúm opin (af 31).
GEÐSVIÐ
Teigur sjúkrahótel v/Flókagötu verður lokað frá 27. júní kl. 16.00 til 5. ágúst kl. 8:00.
Barna- og unglingageðdeild (BUGL)
Barnadeild Dalbraut 12 verður lokuð frá 4. júlí kl. 16:00 til 11. ágúst kl. 8:00.
Framhaldsmeðferð Kleifarvegi 15; lokað verður frá 6. júní kl.16.00 til 11. ágúst kl. 8.00.
Endurhæfingardeildir
Deild 24 á Reynimel 55 verður lokuð frá 6. júní kl. 16:00 til 1. september kl. 8:00.
Deild 26 á Laugarásvegi 71 verður lokuð frá 18. júlí kl. 16:00 til 25. ágúst kl. 8:.00.
ÖLDRUNARSVIÐ
Fossvogur
Deild B-4; einhver samdráttur er fyrirsjáanlegur vegna skorts á fagfólki til afleysinga.
Landakot
Deild K-2 verður lokuð frá 15. júlí kl. 16.00 til 27. ágúst kl. 8:00
Deild L-4 verður lokuð frá 27. júní kl. 16.00 til 1. september kl. 8:00
Deild L-3 verður lokuð frá 30. maí kl. 16.00 til 14. júlí kl. 8:00
ENDURHÆFINGARSVIÐ
Grensás
Endurhæfingardeild R-3 verður lokuð frá 4. júlí kl. 16.00 til 18. ágúst kl. 8:00.
-------------------------------------------------------
Nánar um starfsemi sjúkradeilda á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sumarið 2003.