3. júní 2003 kl. 14.00
Tökum öll þátt í sálmasöng !
Forspil: Siciliano e. J.S. Bach
Gunnar Gunnarsson og Stefán Helgi Kristinsson flytja.
Undir forspili eru munir bornir í kapellu. Fremst fara börn sem bera ljós og blóm.
Bæn: Anna Ólafía Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri
Sálmur
Sb. nr. 504
Ástar faðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur, nærir,
eins og foldarblómin smá.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
þýskur höf.ók. – Sb.1886 – Stgr.Thorst.
Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson tekur við Biblíu, handbók, sálmabók, kertum og stjökum, kemur þeim fyrir. Ljós tendruð.
Ritningarlestrar:
Biskup les:
"Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. En jörðin var þá auð og tóm og myrkur grúfði yfir djúpinu og Guðs andi sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: Verði ljós! og það varð ljós."
Herdís Gunnarsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, les:
"Jesús segir: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins."
Sr. Ingileif Malmberg, les:
"Postulinn segir: Guð, sem sagði: Ljós skal skína fram úr myrkri, hann lét það skína í hjörtu vor, að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs eins og hún kom í ljós í ásjónu Jesú Krists."
Sálmur
Sb. nr. 503
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái" að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu míni lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ, styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi" í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
Sb.1886 – P. Jónsson
Biskup tekur við skírnarfati og setur á altari
Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, les:
"Jesús segir: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda. Það sem af holdinu fæðist, er hold, það sem af andanum fæðist, er andi."
Biskup biður bænar
Bæn og vígsla:
Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, vígir kapellu, biður bænar og afhendir kapelluna til notkunar.
Einsöngur:
Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Predikun
Einsöngur:
Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Blessun:
Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson
Sálmur
sb.nr. 584
Stjörnur og sól,
blómstur og börn,
já, vindinn og vötn,
allt gerði Guð.
Himinn og jörð
hans eru verk.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Drottinn, við þökkum þér.
Þig einan tignum við.
Herra, við lofum þitt heilaga nafn.
Jesús, Guðs son,
lifði og lét
sitt líf fyrir menn,
alla sem einn.
Lifandi" í dag
dvelur hann hér.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Drottinn, við þökkum þér.
Þig einan tignum við.
Herra, við lofum þitt heilaga nafn.
Andi Guðs einn,
helgur og hlýr
nú huggar sem fyrr,
uppfræðir enn,
vegsamar Guð,
dag eftir dag.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Drottinn, við þökkum þér.
Þig einan tignum við.
Herra, við lofum þitt heilaga nafn.
B.Hallquist – Lilja S. Kristjánsdóttir Egil Hovland 1974
Eftirspil:
Sónata í c dúr e. G.F.Händel
Gunnar Gunnarsson og Stefán Helgi Kristinsson leika.