Rannveig Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skrifstofustjóra sviðs frá 1. júní 2003. Hún hefur verið starfandi á kennslu- og rannsóknarsviði við skipulag klínískrar kennslu læknanema ásamt kennslustjórunum Rafni Benediktssyni og Runólfi Pálssyni og forstöðumanni fræða, Þórði Harðarsyni.
Skrifstofustjórinn mun hafa yfirumsjón með störfum allra læknaritara á lyflækningasviði I og annast samhæfingu á störfum annarra skrifstofustjóra á sviðinu. Hann ber ábyrgð á verkaskiptingu og verkskilum læknaritara. Í samvinnu við sviðsstjóra lækninga skipuleggur skrifstofustjórinn vinnslu og frágang sjúkragagna, skráningu samkvæmt DRG-kerfi, gerð og skipulag kennslugagna o.fl. sem snertir ritarastuðning við læknisþjónustu, kennslu og rannsóknir á sviðinu.
Ásamt þessu mun Rannveig áfram sinna þróunarvinnu við skipulag verklegrar kennslu læknanema á sviðinu.