"Hringsalur" var nafnið sem starfsmenn LSH völdu á nýja salinn milli barnaspítalans og húss kvennasviðs í netkosningu sem lauk síðdegis fimmtudaginn 26. júní 2003. Í henni gafst starfsmönnum sjúkrahússins kostur á að kjósa milli 7 nafna sem þóttu koma til greina. Þessi 7 nöfn valdi hópur fólks úr um það bil 260 nöfnum sem starfsmenn höfðu áður stungið upp á.
Niðurstaða netkosningarinnar var skýr. Hringsalur hafði afgerandi forystu þegar kosningu lauk en rösklega 400 atkvæði voru greidd. Í næstu sætum voru Skeifan og Boginn.
Páll Torfi Önundarson læknir stakk upp á nafninu Hringsalur. Hann lét eftirfarandi fylgja tillögu sinni:
"Hið augljósa nafn er Hringsalur sbr. Barnaspítali Hringsins og snýr að Hringbrautinni og er á LSH við Hringbraut. Sá líka tillöguna Hringsalir (sbr. Uppsalir) en þetta er bara einn salur því finnst mér eintalan betri. Salurinn minnir líka dálítið á amphitheater (hálfhringsleikhús eða svið)"
Niðurstaða netkosningarinnar var skýr. Hringsalur hafði afgerandi forystu þegar kosningu lauk en rösklega 400 atkvæði voru greidd. Í næstu sætum voru Skeifan og Boginn.
Páll Torfi Önundarson læknir stakk upp á nafninu Hringsalur. Hann lét eftirfarandi fylgja tillögu sinni:
"Hið augljósa nafn er Hringsalur sbr. Barnaspítali Hringsins og snýr að Hringbrautinni og er á LSH við Hringbraut. Sá líka tillöguna Hringsalir (sbr. Uppsalir) en þetta er bara einn salur því finnst mér eintalan betri. Salurinn minnir líka dálítið á amphitheater (hálfhringsleikhús eða svið)"