Sjúkraþjálfararnir Guðný Jónsdóttir og Atli Ágústsson, sem báðir starfa á Landspítala Kópavogi, hlutu í dag ásamt Erni Ólafssyni stoðtækjafræðingi verðlaun í samkeppninni ,,Upp úr skúffunum". Verðlaunin eru veitt fyrir hönnun á nýrri gerð af bolspelku.
"Upp úr skúffunum" er samstarfsverkefni Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, rektors Háskóla Íslands, A&P Árnason einkaleyfastofu og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Í tengslum við verkefnið var haldin samkeppni þar sem sóst var eftir hugmyndum að nýsköpun og nýtingu rannsóknarniðurstaðna.
Mynd: Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands veitti viðurkenningu fyrir bolspelkuna. Guðný Jónsdóttir og Atli Ágústsson sjúkraþjálfarar, Örn Ólafsson stoðtækjafræðingur. Með þeim er Gunnar Ólafsson verkfræðingur hjá Stoð sem hefur tekið þátt í þróun spelkunnar.
Ljósmynd: Bergþór Sigurðsson