Landspítala - háskólasjúkrahúsi hafa borist bréf frá Familju- og heilsumálaráðinu í Færeyjum og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem er óskað eftir upplýsingum um hvort mögulegt sé að koma á samstarfi við LSH, einkum við hjartaaðgerðir, sem Rigshospitalet í Kaupmannahöfn hefur sinnt fyrir Færeyinga. Þetta erindi var til umfjöllunar á fundi framkvæmdastjórnar spítalans 2. september 2003. Ákveðið var að óska eftir því að sviðsstjórar skurðlækningasviðs, lyflækningasviðs I, svæfinga-, gjörgæslu og skurðstofusviðs, ásamt einum fulltrúa frá SFU, taki saman efni í svar.
Færeyingar spyrjast fyrir um hjartaaðgerðir
Landspítali - háskólasjúkrahús hefur fengið fyrirspurn um hvort spítalinn geti tekið að sér hjartaaðgerðir sem Rigshospitalet hefur sinnt fyrir Færeyinga.