Nýlega gaf Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fæðingardeild LSH góða gjöf sem er ABL5 blóðgasmælir frá Radiometer.
Tækið sem hér um ræðir er notað til að mæla blóðgös í blóði ófæddra og nýfæddra barna. Niðurstaða úr þeim mælingum hjálpar til við að meta líðan ófædds barns, svo og til að mæla sýrustig í blóði barns strax eftir fæðinguna.
Myndin er tekin við afhendingu á tækinu.
Tækið sem hér um ræðir er notað til að mæla blóðgös í blóði ófæddra og nýfæddra barna. Niðurstaða úr þeim mælingum hjálpar til við að meta líðan ófædds barns, svo og til að mæla sýrustig í blóði barns strax eftir fæðinguna.
Myndin er tekin við afhendingu á tækinu.