Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að gera tillögur til ráðherra um hvernig endurskilgreina megi verksvið Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna.
Nefndinni á að skilgreina sérstaklega verksvið stofnananna sem hátæknisjúkrahúsa landsmanna, kennslustofnana, miðstöðva faglegrar þróunar, veitenda þjónustu á landsvísu og sem svæðisbundinna sjúkrahúsa.
Formaður nefndarinnar er Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis og varaformaður er Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss. Nefndinni er einnig falið að kanna verkaskipti milli þessara stofnana og annarrar heilbrigðisþjónustu, svo sem einkarekinna læknastofa. Hún skal leita ráðgjafar landlæknis m.a. um faglegt mat á því hvaða heilbrigðisþjónustu sé skynsamlegt að veita utan sjúkrahúsa. Nefndin á að skila heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra niðurstöðum sínum í maí 2004.
Nefndin er þannig skipuð:
Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, formaður
Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, varaformaður
Páll Skúlason, háskólarektor
Drífa Hjartardóttir, varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis
Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður
Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
Garðar Garðarsson, formaður samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins
Magnús Skúlason, deildarstjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu