Friðriks E. Sigtryggsson færði Barnaspítala Hringsins 5 milljónir króna á afmælisdegi sínum, 21. október.2003. Á afmælisdegi hans árið 2001 var stofnaður Styrktarsjóður Friðriks E. Sigtryggssonar við barnaspítalann. Stofnfé var rausnarleg gjöf Friðriks. Tilgangur sjóðsins er að styðja starfsemi Barnaspítala Hringsins með gjöfum til tækjakaupa eða á annan hátt sem best þjónar velferð skjólstæðinga Barnaspítala Hringsins að mati sjóðstjórnar. Mikilvægt framlag Friðriks E. Sigtryggssonar til Barnaspítala Hringsins, nú sem fyrr, gagnast ákaflega vel og vitnar um höfðingsskap hans og hlýhug til starfseminnar
Mynd: Tekið á móti höfðinglegri gjöf. Ásgeir Haraldsson sviðsstjóri, Ragnheiður Sigurðardóttir deildarstjóri, Friðrik E. Sigtryggsson, Haukur Björnsson, ættingi Friðriks, svo og Magnús Ólafsson sviðsstjóri. Ásgeir, Haukur og Ragnheiður skipa stjórn styrktarsjóðsins.