Blóðbankinn fagnar 50 ára starfsafmæli með opnu húsi föstudaginn 14. nóvember 2003. Þar gefst fólki kostur á að koma og skoða starfsemina. Blóðbankabíllinn verður einnig til sýnis fyrir húsnæðið við Barónsstíginn. Afmæliskaffi að hætti Blóðbankans verður á boðstólum fyrir gesti.
Blóðbankinn verður með hefðbundna blóðtökustarfsemi til hádegis föstudaginn 14. nóvember. Opna húsið verður síðan frá 13:00-16:00.
Blóðbankinn hóf rekstur í húsinu á horni Barónsstígs og Eiríksgötu árið 1953. Blóðsöfnun hafði þó verið meðal blóðsöfnunardeildar skáta allt frá 1935 en þann 14. nóvember 1953 var starfsemin formlega sett á fót. Sex starfsmenn unnu fyrstu árin við blóðsöfnunina, þar af einn hjúkrunarfræðingur. Fimmtíu árum síðar eru 45 starfsmenn í í sama húsnæði í Blóðbankanum, þar af 11 hjúkrunarfræðingar. Starfsemin hefur aukist mikið á þessum tíma og miklar breytingar orðið á henni. Má meðal annars nefna rannsóknarstarfið sem hefur mikið eflst og dafnað.
Um 70 einstaklingar gefa að jafnaði blóð hvern virkan dag. Nær öll starfsemi Blóðbankans er komin með alþjóðlega vottun en í slíku felst mikil vernd fyrir þá sem nota þjónustuna.
Á vefsíðum Blóðbankans, www.blodbankinn.is, er að finna fjölbreyttar upplýsingar um starfsemi hans, blóð, blóðsöfnun og blóðgjöf. Þar er til dæmis hægt að sjá daglega blóðþörf og hversu mikið var notað af blóði daginn áður. Á vefnum er líka hægt að skrá sig til blóðgjafar.