Skurðlækningasvið
HRINGBRAUT
Almenn skurðdeild 12G verður lokuð frá morgni 22. desember til morguns 2. janúar.
Lýtalækningadeild 13A verður lokuð 24., 25. og 26. desember ef fyrirsjáanlegt er að fáir sjúklingar verði þar en bakvakt verður fyrir brunatilfelli.
Á þvagfæraskurðdeild 13D og hjartaskurðdeild 12E verður dregið verulega saman.
FOSSVOGUR
HNE/bæklunarlækningadeild A-5 verður lokuð frá morgni 22. desember og opnar aftur á kvöldvakt 2. janúar.
Á heila-, tauga- og æðaskurðdeild B-6 verður dregið verulega saman.
Slysa- og bráðasvið
FOSSVOGUR
Göngudeild G-3 verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.
Lyflækningasvið I
HRINGBRAUT
Nýrnadeild 14G verður með 15 rúm opin frá 15. desember fram yfir áramót.
KÓPAVOGUR
Á húðdeild (5 daga deild) verður lokað frá og með 22. desember og opnað aftur mánudaginn 5. janúar 2004.
Göngudeildin í Þverholti verður lokuð alla rauðu dagana yfir jól og áramót en opið verður fyrir sárameðferð fyrir hádegi á aðfangadag og gamlársdag.
Lyflækningasvið II
HRINGBRAUT
Á blóðlækningadeild 11G verður lokað frá 23. desember og opnað aftur föstudaginn 2. janúar 2004. Sjúklingar sem tilheyra 11G fá meðferð á krabbameinslækningadeild 11E yfir þennan tíma. Samkvæmt neyðaráætlun verður hægt að opna 11G með stuttum fyrirvara ef þess gerist þörf.
Geðsvið
Á deild 16, Teigi v/Flókagötu verður lokað kl. 16:00 föstudaginn 19. desember og opnað aftur kl. 8:00 mánudaginn 5. janúar.
Á göngu- og dagdeild á Teigi verður einungis lokað rauðu dagana.
Á dagdeild V-1 á Hvítabandi verður einungis lokað rauðu dagana. Opið verður milli jóla og nýárs.
Barna- og unglingageðdeild (BUGL)
Á barnageðdeild Dalbraut 12 verða engir sjúklingar frá 18. desember til 7. janúar. Lokað verður milli jóla og nýárs en að öðru leyti verða dagar í kringum hátíðirnar nýttir sem vinnu- og fræðsludagar starfsfólks.
Endurhæfingardeildir
Á deild 24 á Reynimel 55 verður lokað frá kl. 16:00 föstudaginn 19. desember og opnað aftur kl. 8:00 mánudaginn 5. janúar.
Á deild 26 á Laugarásvegi 71 verður lokað frá kl. 16:00 á aðfangadag, 24. desember til kl. 15:30 á jóladag 25. desember. Á sama hátt verður lokað frá kl. 16:00 á gamlársdag, 31. desember til kl. 15:30 á nýársdag 1. janúar. Leita má aðstoðar ef þörf krefur á deildum 11 og 13 þessa tvo sólarhringa sem um ræðir.
Öldrunarsvið
LANDAKOT
Deild L-2 (5 daga deild) verður lokuð föstudaginn 2. janúar
Dagdeild L-0 verður lokuð 24. og 31.desember.
Endurhæfingarsvið
GRENSÁS
Starfsemi endurhæfingardeilda R-2 og R-3 verður sameinuð á þeirri síðarnefndu síðari hluta dags mánudaginn 22. desember og stendur sú tilhögun til mánudagsins 5. janúar 2004.