Ályktun frá sameiginlegum fundi starfsmannaráðs og trúnaðarmanna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 15. janúar 2004:
Sameiginlegur fundur trúnaðarmanna félaga innan ASÍ, BHM, BSRB og Læknafélags Íslands, haldinn fimmtudaginn 15. janúar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi mótmælir harðlega niðurskurði á þjónustu og uppsögnum innan heilbrigðisþjónustunnar og varar við afleiðingum þeirra til skemmri og lengri tíma. Fyrirhugaðar fjöldauppsagnir á stærsta sjúkrahúsi landsins munu óhjákvæmilega bitna illilega á sjúklingum auk þess sem þetta mun hafa þær afleiðingar í för með sér að þjónusta sem veitt hefur verið á vegum sjúkrahússins verður flutt út fyrir veggi þess.
Þessi áform undirstrika enn og aftur mikilvægi þess að hafist verði handa um heildarskoðun á heilbrigðiskerfinu, sem m.a. miði að því að endurskoða og skýra verkaskiptingu milli heilsugæslunnar, sjúkrahúsanna og sérfræðilækna.
Landspítali - háskólasjúkrahús er stærsta og tæknivæddasta sjúkrahús landsins. Með stórfelldum kröfum um niðurskurð gerir ríkisstjórnin því aðför að hátækni heilbrigðisþjónustu landsmanna. Það ber vott um skammsýni. Uppbygging þróaðs hátæknisjúkrahúss byggir á margra ára starfi færustu sérfræðinga og annars starfsfólks. Uppbyggingarstarfið er erfitt en eyðileggingin auðveld.
Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að taka þegar í stað til endurskoðunar fyrri ákvörðun um fjárveitingar til LSH þannig að sjúkrahúsið geti sinnt þeirri þjónustu sem það hefur gert hingað til. Núverandi ákvörðun mun valda þjóðinni óbætanlegum skaða.
Sameiginlegur fundur trúnaðarmanna félaga innan ASÍ, BHM, BSRB og Læknafélags Íslands, haldinn fimmtudaginn 15. janúar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi mótmælir harðlega niðurskurði á þjónustu og uppsögnum innan heilbrigðisþjónustunnar og varar við afleiðingum þeirra til skemmri og lengri tíma. Fyrirhugaðar fjöldauppsagnir á stærsta sjúkrahúsi landsins munu óhjákvæmilega bitna illilega á sjúklingum auk þess sem þetta mun hafa þær afleiðingar í för með sér að þjónusta sem veitt hefur verið á vegum sjúkrahússins verður flutt út fyrir veggi þess.
Þessi áform undirstrika enn og aftur mikilvægi þess að hafist verði handa um heildarskoðun á heilbrigðiskerfinu, sem m.a. miði að því að endurskoða og skýra verkaskiptingu milli heilsugæslunnar, sjúkrahúsanna og sérfræðilækna.
Landspítali - háskólasjúkrahús er stærsta og tæknivæddasta sjúkrahús landsins. Með stórfelldum kröfum um niðurskurð gerir ríkisstjórnin því aðför að hátækni heilbrigðisþjónustu landsmanna. Það ber vott um skammsýni. Uppbygging þróaðs hátæknisjúkrahúss byggir á margra ára starfi færustu sérfræðinga og annars starfsfólks. Uppbyggingarstarfið er erfitt en eyðileggingin auðveld.
Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að taka þegar í stað til endurskoðunar fyrri ákvörðun um fjárveitingar til LSH þannig að sjúkrahúsið geti sinnt þeirri þjónustu sem það hefur gert hingað til. Núverandi ákvörðun mun valda þjóðinni óbætanlegum skaða.