"Almannahagur í húfi -
Krefjumst endurskoðunar á fjárveitingum til LSH
Almannahagur í húfi - Krefjumst endurskoðunar á fjárveitingum til LSH, er yfirskrift opins fundar um málefni Landspítala - háskólasjúkrahúss sem haldinn verður í Austurbæ þriðjudaginn 27. janúar 2004, kl. 17:00.
Aðstandendur fundarins eru starfsmannaráð LSH, Geðhjálp, Landssamband eldri borgara, Landssamtök hjartasjúklinga, Umhyggja, Öryrkjabandalag Íslands, ASÍ, BHM, BSRB og Læknafélag Íslands.
Á fundinum munu fulltrúar þessara samtaka flytja stutt ávörp og í fundarlok verður borin upp ályktun fyrir fundinn."
(Fréttatilkynning)