Ályktun fundar sjúkraþjálfara LSH haldinn 29. janúar 2004
"Sjúkraþjálfarar LSH mótmæla harðlega boðuðum niðurskurði á þjónustu við sjúklinga spítalans og uppsögnum starfsfólks.
Niðurskurðurinn kemur hart niður á endurhæfingarþjónustu spítalans og vara sjúkraþjálfarar við þeim afleiðingum sem skerðing á þessari þjónustu veldur.
Skerðing þjónustu hefur sjaldnast sparnað í för með sér. Í flestum tilfellum er einungis um tilfærslur á kostnaði að ræða.
Sjúkraþjálfun er órjúfanlegur hluti af bráðaþjónustu spítalans.
Skert þjónusta sjúkraþjálfara mun bitna illa á sjúklingum spítalans, getur valdið fylgikvillum og lengri sjúkralegu á bráðadeildum með miklum aukakostnaði sem því fylgir.
Sjúkraþjálfarar LSH taka heils hugar undir tilmæli stjórnarnefndar LSH til framkvæmdastjórnar spítalans um að rekstur endurhæfingardeildar fjölfatlaðra í Kópavogi verði tryggður. Með því að loka endurhæfingardeildinni væri áratuga uppbyggingarstarf eyðilagt og dýrmætri sérþekkingu við meðferð þessa hóps kastað á glæ.
Sjúkraþjálfarar skora á stjórnvöld að endurskoða fjárveitingar til spítalans en boðaður niðurskurður mun vega alvarlega að heilbrigðisþjónustu landsmanna."
"Sjúkraþjálfarar LSH mótmæla harðlega boðuðum niðurskurði á þjónustu við sjúklinga spítalans og uppsögnum starfsfólks.
Niðurskurðurinn kemur hart niður á endurhæfingarþjónustu spítalans og vara sjúkraþjálfarar við þeim afleiðingum sem skerðing á þessari þjónustu veldur.
Skerðing þjónustu hefur sjaldnast sparnað í för með sér. Í flestum tilfellum er einungis um tilfærslur á kostnaði að ræða.
Sjúkraþjálfun er órjúfanlegur hluti af bráðaþjónustu spítalans.
Skert þjónusta sjúkraþjálfara mun bitna illa á sjúklingum spítalans, getur valdið fylgikvillum og lengri sjúkralegu á bráðadeildum með miklum aukakostnaði sem því fylgir.
Sjúkraþjálfarar LSH taka heils hugar undir tilmæli stjórnarnefndar LSH til framkvæmdastjórnar spítalans um að rekstur endurhæfingardeildar fjölfatlaðra í Kópavogi verði tryggður. Með því að loka endurhæfingardeildinni væri áratuga uppbyggingarstarf eyðilagt og dýrmætri sérþekkingu við meðferð þessa hóps kastað á glæ.
Sjúkraþjálfarar skora á stjórnvöld að endurskoða fjárveitingar til spítalans en boðaður niðurskurður mun vega alvarlega að heilbrigðisþjónustu landsmanna."