Myndlistarmaðurinn Benedikt Sigurðsson hefur fært kvennasviði tvo myndaskúlptúra eftir sig. Verkin nefnast "Getnaður" og "Fæðing" og hefur þeim verið komið fyrir á veggjum stigahúss kvennasviðs þar sem gengið er upp á fæðingardeild.
Benedikt fæddist árið 1965 í Reykjavík. Hann hefur dvalið í Reykjavík og París og stundað ritstörf, kvikmyndagerð, bókaútgáfu og myndlist undir nafninu Benedikt S. Lafleur. Eftir hann liggur fjöldi skáldverka og greina en auk þess hefur hann verið mikilvirkur í myndlist og staðið fyrir fjölmörgum myndlistarsýningum, einkum í París en einnig á Íslandi.
Benedikt var fulltrúi Íslands á alþjóðlegri listahátíð í Montmartre árið 2000 og sýndi þar fimm myndverk og las upp ljóð á íslensku á frönsku. Hann tók einnig þátt í Listasumri 2002 á Akureyri og sýndi þar í fyrsta sinn myndaskúlptúra sína.
Á þessu ári er fyrirhuguð sýning Benedikt S. Lafleur í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur á myndaskúlptúrum og innsetningu.
Mynd: Listamaðurinn með "Getnað" sinn og fær svo aðstoð við "Fæðingu" hjá Margréti I. Hallgrímsson sviðsstjóra hjúkrunar á kvennasviði sem veitti listaverkunum viðtöku. |