Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hafa borist margar rausnarlegar peningagjafir að undanförnu til stuðnings og uppbyggingar.
Hringskonur héldu nýverið upp á 100 ára afmæli Kvenfélagsins Hringsins. Í afmælishófi sínu á Hótel Nordica tilkynntu þær um 50 milljóna króna gjöf Hringsins til barna- og unglingageðdeildar (BUGL) vegna væntanlegrar byggingar fyrir göngudeild.
Í nóvember síðastliðnum stóð Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi fyrir stórtónleikum til styrktar BUGL í Grafarvogskirkju. Lionsmennirnir færðu BUGL afraksturinn 4. febrúar síðastliðinn, 1,5 milljónir króna í Uppbyggingarsjóð barna- og unglingageðdeildar LSH. Færri komust að en vildu á styrktartónleikana. Þar komu fram margir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar án endurgjalds. Fjörgynsmenn komu líka á aðventu með 6 Legokubbakassa fyrir biðstofu og barnadeildina.
Feiri gáfu á aðventu, Ásgerði ehf gaf til dæmis 150.000 kr., Eimskip hf. gaf 500.000 kr. og Kaupþing - Búnaðarbanki 2 milljónir króna. Líknarsjóður Dómkirkjunnar afhenti líka nýlega tæpa hálfa milljón til kaupa á tækjum og búnaði.
Milli jóla og nýárs færðu Lionskonur úr Engey 200.000 krónur að gjöf sem fara til frekari uppbyggingar á þjálfunartækjum iðjuþjálfunar. Þá afhentu forsvarsmenn Gámaþjónustunnar 150.000 kr. í stað jólakortasendinga.