Blóðgjafabikar framhaldskólanna "Gefðu betur" var afhentur laugardaginn 22. maí. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt var um bikarinn og hreppti Iðnskólinn í Hafnarfirði hann. Sigríður Ósk Lárusdóttir hjúkrunarfræðingur afhenti Jóhannesi Einarssyni gripinn við skólaslit iðnnema. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar tilkynnt var að Iðnskólinn í Hafnarfirði hafði orðið hlutskarpastur í keppninni fyrsta árið sem keppt er, enda frábær árangur hjá nemendum Iðnskólans.
Leikreglur keppninnar eru þannig háttað að sá skóli sem safnar flestum blóðeiningum í einni ferð fær bikarinn, ekki er nóg að safna nýliðum í blóðbankabílinn þar sem þeir geta einungis gefið blóðsýni við fyrstu komu. Iðnskólinn í Hafnarfirði er því óumræðanlegur sigurvegari framhaldskólakeppninar í ár þar sem þar söfnuðust 34 einingar þann 16. mars 2004.
Framhaldskólarnir keppast um að ,,Gefa betur". Rauða súlan segir til um hversu margar blóðgjafir voru
gefnar en bláa súlan segir til um fjölda þeirra sem gerðust blóðgjafar. Við fyrstu komu í Blóðbankann er
einungis tekið blóðsýni til rannsókna, eftir 2 vikur má viðkomandi gefa fyrstu blóðgjöf sína.
Iðnskólinn í Hafnafirði bar sigur úr bítum með 34 gjafir og hrepptu þeir Blóðgjafabikar framhaldskólanna.