Þriðjudagsmorguninn 2. mars renndi blóðbankabíllinn í hlaðið hjá Menntaskólnaum
við Sund. Það var ekki fyrr búið að tengja bílinn þegar löng röð menntskælinga beið
fyrir utan og var tilbúin að gefa blóð. Dagurinn gekk eins og í sögu, hraustir krakkar
fjölmenntu í bílinn og í lok dags var skólamet Borgarholtsskóla slegið. 94 MS-ingar
komu í bílinn en fyrra met Borgarholtsskóla var 76 blóðgjafar. Frábær árangur.