Kvennasvið LSH verður opið almenningi laugardaginn 13. mars 2004, kl. 13:00 til 15:00.
Opna húsið er liður í þeirri viðleitni að veita almenningi sýn inn í fjölbreytta starfsemi á sjúkrahúsinu. Deildir kvennasviðsins verða opnar og starfsfólkið tilbúið að svara spurningum og veita fræðslu um starfsemina. Opnaður verður á útvefnum nýr vefur kvennasviðs sem hefur verið hægt að skoða á heimavefnum í nokkrar vikur.
Deildir kvennasviðs eru fósturgreiningardeild 22A, fæðingardeild 23A, Hreiðrið 23B, kvenlækningadeild 21A, meðgöngudeild 22B, móttökudeild 21AM, sængurkvennadeild 22A og tæknifrjóvgunardeild 21B.
Starfsmenn LSH eru eindregið hvattir til þess að notfæra sér þetta tækifæri,
kynnast starfsemi á kvennasviði og vekja jafnframt athygli annarra á opna húsinu 13. mars.