Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu verður með merkjasölu helgina 7.-8. maí 2004. Allur ágóði sölunnar rennur til barna- og unglingageðdeildar (BUGL). Salan verður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og á höfuðborgarsvæðinu.
Á höfuðborgarsvæðinu verða sölukonur í stærstu verslanamiðstöðvum, s.s. í Kringlunni, Smáralind og Firðinum Hafnarfirði, einnig verður staðið fyrir utan verslanir víða á höfuðborgarsvæðinu.. Á Reykjanesi verða konur að selja merki fyrir utan verslanir og einnig verður gengið í hús á einhverjum stöðum.
Stutt móttaka verður á sal BUGL miðvikudaginn 5. maí, kl. 11:00, þar sem Dorrit Moussaieff forsetafrú tekur á móti fyrsta merkinu.