Samstarfssamningur á milli
Neyðarlínunnar og Landspítala - háskólasjúkrahúss
Neyðarlínan og Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) gera með sér eftirfarandi samstarfssamning:
1. LSH verði læknisfræðilegur umsjónaraðili og ráðgjafi Neyðarlínunnar um heilbrigðisþjónustu.
2. LSH veitir Neyðarlínunni ráðgjöf um læknisfræðileg álitaefni á öllum tímum sólarhringsins árið um kring
3. LSH fer yfir og þróar verklagsreglur Neyðarlínunnar sem lúta að svörun og viðbrögðum við slysum, sjúkdómum og öðru sem snertir bráða heilbrigðisþjónustu.
4. LSH hefur reglubundna skipulagða fræðslu um heilsutengd mál og verklagsreglur fyrir starfsmenn Neyðarlínunnar átta sinnum á ári.
5. LSH veitir ráðgjöf og aðstoðar Neyðarlínuna varðandi skýrslugerð um heilbrigðismál.
6. LSH aðstoðar Neyðarlínuna með símafundi um málefni tengt heilbrigðisþjónustu.
7. LSH hefur dagleg samskipti við Neyðarlínuna um málefni er varða svörun, greiningu og viðbrögð Neyðarlínunnar vegna heilbrigðistengdra vandamála.
8. LSH verður ráðgjafi Neyðarlínunnar varðandi hugsanlegar kvartanir og kærur sem lúta að svörun og viðbrögðum Neyðarlínu um heilbrigðisþjónustu.
Daglegur samskiptaaðili LSH við Neyðarlínuna verður umsjónarlæknir neyðarbílsins.
Yfirlæknir um heilbrigðistengd málefni Neyðarlínunnar verður sviðsstjóri lækninga á slysa- og bráðasviði, Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Neyðarlínan greiðir árlega fyrir samstarfssamninginn við Landspítala - háskólasjúkrahús kr. 2,7 milljónir.
Samstarfssamningurinn tekur gildi 1. maí 2004. Hann á að endurskoða árlega. Hægt er að segja samstarfssamningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara.
Mynd: Samningur um samstarf LSH og Neyðarlínunnar staðfestur 30. apríl 2004. Magnús Pétursson forstjóri LSH og Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Aftan við þá eru Brynjólfur Mogensen sviðsstjóri lækninga á slysa- og bráðsviði LSH og Árni Möller skrifstofustjóri
Neyðarlínunnar.