Nemendur í 9. EJ í Álftamýraskóla færðu Barnaspítala Hringsins 38 þúsund krónur í heimsókn þangað með kennara sínum, Fannýju Gunnarsdóttur, þann 6. maí síðastliðinn.
Þriðjudaginn 30. mars var haldið íþróttaball fyrir nemendur í 5. til 7. bekk í Álftamýraskóla. Allur undirbúningur, skipulag og framkvæmd var í höndum 9. EJ í skólanum. Verkefnið er hluti af lífsleiknikennslu í Álftamýraskóla. Allur ágóði af skemmtuninni rann til Barnaspítala Hringsins og tók Magnús Ólafsson sviðsstjóri við framlaginu.
Nemendurnir kynntu verkefnið og leikskólakennarar barnasviðsins sögðu frá starfsemi leik- og grunnskóla á barnaspítalanum. Peningunum verður varið til kaupa á myndbandsspólum, tölvuleikjum og leikföngum.