Altaristafla sem gerð var í myndlist á endurhæfingardeild geðsviðs á Kleppi verður formlega tekin í notkun og helguð í matsalnum þar fimmtudaginn 13. maí 2004. Í endurhæfingunni á geðsviði er unnið margvíslegt starf og gott, þar hefur m.a. verið starfrækt myndlistardeild. Þangað hafa sjúklingar á Kleppi og gestir dagdeildar getað komið og unnið að ýmis konar listsköpun. Á útmánuðum þessa vetrar hefur Sandra Ásgeirsdóttir unnið að gerð altaristöflu, undir handleiðslu Sólveigar Baldursdóttur. Þessi fallega mynd verður nú formlega tekin í notkun og helguð. Athöfnin fer fram í matsalnum og hefst kl. 13:30. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur taka m.a. þátt í athöfninni. Tónlistarflutningur er í höndum Helga Bragasonar organista og Gunnars Gunnarssonar flautuleikara.
Að lokinni athöfn, sem ætlað er að taki rúman hálftíma, verður boðið upp á kaffi í matsalnum.
Dagdeild og deild 13 á Kleppi standa að þessari hátíð ásamt sjúkrahúspresti geðsviðs.
Að lokinni athöfn, sem ætlað er að taki rúman hálftíma, verður boðið upp á kaffi í matsalnum.
Dagdeild og deild 13 á Kleppi standa að þessari hátíð ásamt sjúkrahúspresti geðsviðs.