Altaristafla eftir Söndru Ásgeirsdóttur var helguð á Kleppi við athöfn í matsalnum fimmtudaginn 13. maí 2004.
Sr. Birgir Ásgeirsson sjúkrahúsprestur stýrði athöfninni. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur helgaði altaristöfluna.
Helgi Bragason lék á píanó og Gunnars Gunnarsson á flautu. Saman léku þeir undir fjöldasögn gesta sem voru margir.
Dagdeild og deild 13 á Kleppi stóðu aði hátíðinni ásamt sjúkrahúspresti geðsviðs.
Sr. Birgir Ásgeirsson sjúkrahúsprestur stýrði athöfninni. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur helgaði altaristöfluna.
Helgi Bragason lék á píanó og Gunnars Gunnarsson á flautu. Saman léku þeir undir fjöldasögn gesta sem voru margir.
Dagdeild og deild 13 á Kleppi stóðu aði hátíðinni ásamt sjúkrahúspresti geðsviðs.
Sandra Ásgeirsdóttir gerði altaristöfluna. Í endurhæfingunni á geðsviði er m.a. stunduð myndlist á deild 19 - dagdeild. Þangað hafa sjúklingar á Kleppi og gestir dagdeildar getað komið og unnið að ýmis konar listsköpun. Nú á útmánuðum hefur Sandra unnið að gerð altaristöflunnar undir handleiðslu Sólveigar Baldursdóttur myndhöggvara (t.h. á mynd). Díana Franksdóttir deildarstjóri á deild 13 er með þeim á myndinni. |
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson helgar altaristöfluna. Sr. Birgir Ásgeirsson stýrði athöfninni á Kleppi. |
Sandra með móður sinni, Guðrúnu Láru Hallgrímsdóttur og fósturföður, Óðni Helga Jónssyni. |
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Sandra Ásgeirsdóttir ávarpaði samkomugesti þegar altaristaflan hennar var helguð: Frá febrúar hef ég verið að vinna að þessari altaristöflu á dagdeildinni. Sólveig spurði mig hvort ég vildi vinna altaristöflu fyrir Kleppsspítala. Mér þótti það mikill heiður að fá traust til að vinna þessa altaristöflu. Margar hugmyndir voru uppi í byrjun hvernig hún ætti að líta út, en í restina var það Kristur með útrétta arma sem varð fyrir valinu. Verkefnið var krefjandi, en einnig mjög áhugavert. Altaristaflan er ekki að segja frá neinum sérstökum atburði heldur er hún Kristur sem stendur fyrir framan okkur í öllum sínum kærleika og krafti og tengist okkur í gegnum hjartastöðina. Ég vil þakka það traust sem mér hefur verið sýnt. Og ég vona að altaristafla þessi eigi eftir að nýtast hér sem og á öðrum stöðum á sjúkrahúsinu. |