Er samstarf einkafyrirtækja og Landspítala - háskólasjúkrahúss áhugavert?
Magnús Pétursson, forstjóri LSH á fundi hjá VÍS
Góðir fundarmenn!
Mér er sönn ánæga að fjalla í fáum orðum um; hvort það kunni að vera áhugavert fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús að eiga samvinnu af einhverju tagi við einkafyrirtæki eða öfugt. Ég þakka jafnframt fyrir það að vera boðið að taka þátt í þessum fundi.
Ég held það sé við hæfi að segja í upphafi þessa máls að opinberum stofnunum hefur ekki verið ætlað og þeim því ekki tamt, að eiga sérstaklega viðskiptasamvinnu við einkafyrirtæki. Frá því ríkið dró sig út úr rekstri atvinnufyrirtækja er almennt litið svo á að hlutverk hins opinbera sé að setja leikreglur og standa að þjónustu í samfélaginu fremur en að vera beinn þátttakandi í framleiðslu vöru og þjónustu á viðskiptalegum grunni. Þetta kann að vera að breytast.
Víða má greina að hagur kann að felast í samvinnu opinberra aðila og einkafyrirtækja, báðum til hagsbóta. Þessi afstaða byggist á því að kunnátta og færni í stofnunum eða fyrirtækjum hins opinbera er oft áhugaverður í viðskiptalegu tilliti. Margar mennta- og þjónustustofnanir ríkisins búa yfir afar mikilli þekkingu vel menntaðra starfsmanna sem eru verðmæti ein og sér, en einnig yfir tengslum, tiltrú og festu. Glöggt dæmi um þetta er samstarf við starfsmenn Háskóla Íslands á ýmsum sviðum raun- og hugvísinda.
Þetta viðhorf til samstarfs opinberra stofnana og einkafyrirtækja á viðskiptaforsendum er smám saman að breytast og samstarfinu þarf að finna farveg. Landspítali - háskólasjúkrahús er ekki frábrugðinn öðrum opinberum stofnunum hvað þetta snertir og spítalinn hefur verið að endurmeta afstöðu sína í þessu efni. En skoðun okkar á þessu er eitt, lagaumgjörðin og formlegar heimildir annað. Hér nefni ég, að reglur og lög um opinbera starfsemi þurfa að veita meira rými fyrir samstarf við einkafyrirtæki. Reglur um starfsemi ríkisins hér á landi hafa verið og eru um of þannig að fremur er latt til samstarfs við einkafyrirtæki á viðskiptaforsendum. Þetta birtist m.a. í því að stofnunum er óheimilt að eiga hlutabréf í fyrirtækjum, ráðstafa fasteignum og takmörk eru á viðskiptasamningum til langs tíma.
Ég ætla að reifa þrjú meginatriði í máli mínu horft af bæjarhóli Landspítala - háskólasjúkrahúss.
1. Nokkur grundvallarhugtök
Fyrsta atriði lýtur að nokkrum grundvallarhugtökum í opinberri heilbrigðisumræðu. Þau skipta verulegu máli þegar við ræðum þennan málaflokk sem tekur æði mikið rúm í okkar samfélags- og efnahagsumræðu.
Það hefur orðið sífellt áleitnara í huga mínum að etv. eigi ekki að leggja svo mikla áherslu, sem raun ber vitni, á að aukin umsvif í heilbrigðisþjónustu séu nauðsynlega af hinu illa. Veikindi og sjúkdómar eru staðreynd og eiga sér ýmsar ástæður; erfðafræðilegar, félagslegar og af völdum lífshátta. Hver sem orsökin kann að vera þá má telja nokkuð víst að bættur efnahagur mun leiða til aukinnar spurnar eftir heilbrigðisþjónustu og um það tel ég engum blöðum að fletta að heilbrigðisþjónustan mun taka til sín meira fé í framtíðinni en hún gerir nú. Að nokkru er þetta vegna aukinnar þekkingar og getu til þess að lækna en einnig er ekki vafi á að eftir því sem efnahagur einstaklinganna styrkist, því fúsari er hann til þess að leggja meira af mörkum til þátta er snerta heilbrigði. Hins vegar kann menn að greina á um hvort aukin framlög til heilbrigðismála skuli eiga sér stað undir félagslegum merkjum annars vegar eða á forsendum einstaklingsins hins vegar, þ.e. úr hans eigin vasa eða fyrir tilstuðlan einkatrygginga.
Hér á landi er talið að til opinberrar heilbrigðisþjónustu renni um 66 milljarðar króna og af þeirri upphæð greiða einstaklingarnir beint um 12 milljarða króna eða 15%. Þetta er lægra hlutfall en víða annars staðar. Áætlað hefur verið að starf og viðskipti sem miða að heilbrigði eða betri heilsu og líðan nemi verulega hærri upphæð. Hér nefni ég t.d. heilsutengda ferðaþjónustu, rannsóknir fyrirtækja, heilsuræktarstöðvar og heilbrigðistækniiðnaðinn.
Málið snýst þess vegna ekki eingöngu um það hvort við verjum meiru eða minnu af þjóðarframleiðslunni til heilbrigðismála heldur hvar liggja mörkin milli þjónustu sem samfélagið stendur sameiginlega fyrir og hins sem einstaklingurinn sjálfur stendur undir.
Ef þið andmælið mér ekki að spurnin eftir heilbrigðisþjónustu mun aukast og að samfélagið stendur frammi fyrir takmörkun fjármuna sem það er reiðubúið að leggja fram félagslega, þá liggur næst fyrir að spyrja; Hver - og hvar - á að takmarka þjónustuna og út frá hvaða sjónarmiðum? Ég tel að við stöndum á þessum krossgötum hér á landi um þessar mundir.
Í nágrannalöndum okkar standa stjórnvöld frammi fyrir því viðfangsefni að forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni þ.e. í hinu sameiginlega kerfi. Eftirspurn og geta til þess að veita þjónustu er þar langt frá því tæmd. Forgangsröðun - og þær forsendur sem hún er gerð eftir - er áleitin. Á t.d. að raða eftir þjónustugetu, aldri, árangri við tiltekna læknismeðferð, fjármunum eða hvort lífstílssjúkdómar eiga í hlut? Skiptir vilji sjúklings til þess að taka þátt í útgjöldum máli við forgangsröðunina? Eða, eru allir og eiga að vera, jafnir í þessu tilliti?
Ég tel að við séum að nálgast þessi mörk hér á landi í opinberri umræðu um heilbrigðismál. Við höfum litið á það sem skyldu hins opinbera, almannavaldsins, að tryggja sem besta heilbrigðisþjónustu og skrifum í 1. gr. heilbrigðislaganna að það sé skylda hins opinbera að veita öllum fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á. Ég held að þetta þurfi að endurmeta - og skilgreina - hvar hin samfélagslega ábyrgð liggur og hvaða heilsuþjónustu eðlilegt sé að einstaklingarnir kosti sjálfir. Við vitum hvar ystu mörkin liggja. Meðferð lífshættulegra sjúkdóma sem krefjast meðferðar án tafar er samstaða um að kosta úr sameiginlegum sjóðum. En meðferð sem ekki hefur áhrif á getu eða lífsmöguleika einstaklingsins en bætir útlit hans, er etv. eðlilegt að einstaklingurinn kosti sjálfur. Vandinn er að finna hvar línur skerast.
Ég vil taka af öll tvímæli að hér er ég ekki að tala um hvort þjónustu eigi að veita af opinberum stofnunum eða einkareknum lækningastofum. Í sjálfum sér er ekki eðlismunur þar á, enda hvort tveggja greitt af almanna fé að mestu hér á landi.
2. Hvað hefur Landspítali - háskólasjúkrahús fram að færa?
Þá kem ég að öðru meginmálinu í tali mínu en það er; Hvað hefur Landspítali - háskólasjúkrahús fram að færa í samskiptum við einkafyrirtæki?
Í opinberri umræðu er því stundum fleygt að heilbrigðisþjónustan hér á landi sé með því allra besta sem gerist. Það er margt rétt í þessu, en annað kann að vera ofsagt. Þegar á heildina er litið held ég að hún sé harla góð einkum ef gæði hennar eru metin á þann kvarða sem almenningi er tamt. Það er vel þekkt að aðgangur að heilbrigðisþjónustu hér er góður, biðlistar eru styttri en víða þekkist annars staðar þar sem rekin er heilbrigðisþjónusta undir sameiginlegum merkjum. Og ég held að það sé líka satt að í mörgum sérgreinum stöndum við ágætlega framarlega. Á hverju byggist þetta? Óefað á vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki fyrst og fremst. Hér eru reknar háskóladeildir sem kenna og fræða verðandi heilbrigðisstarfsmenn og við erum ólöt að senda okkar fólk til útlanda, vestur um haf eða til Evrópu til þess að afla sér framhaldsmenntunar. Úr svo frjóum jarðvegi, hlýtur að spretta eitthvað gott.
Spyrja má, hvort það sé áhugavert fyrir erlenda sjúklinga að leita lækninga hér á landi? Á síðast liðnu ári barst mér fyrirspurn frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd færeyskra stjórnvalda hvort Landspítali - háskólasjúkrahús gæti tekið að sér hjartalækningar fyrir Færeyinga. Þetta gladdi mig og við svöruðum þessari fyrirspurn á mjög efnislegan hátt og gerðum Færeyingum tilboð í þessa vandasömu þjónustu. Hér er átt við hjartaskurðlækningar, hjartaþræðingar og æðavíkkanir. Svör hafa því miður ekki borist en fyrirspurnin er áhugaverð og vísbending um að heilbrigðisþjónustan er að verða alþjóðleg viðskiptavara. Því má ekki gleyma að víða búa nýir spítalar, sem keppa um þjónustu við sjúklinga, við aðstæður sem við getum ekki boðið upp á. Hér má nefna sjúkrahótel, einbýlis sjúkrastofur o.fl.
Landspítali - háskólasjúkrahús á formlegt samstarf við Varnarliðið í Keflavík og það hefur gengið vel sem og er byggt áfjárhagslegum og faglegumgrunni. Fyrirspurnir hafa t.d. borist um það hvort spítalinn geti tekið að sér lækningar við offitu, sem allir þekkja að er vaxandi vandamál og ákveða þarf hvort eigi að meta á félagslegum grunni eða á ábyrgð hvers og eins.
Sjálfsagt mætti nefna fleiri dæmi þar sem spítalinn hefur þekkingu og færni til þess að veita útlendingum þjónustu. Því megum við þó ekki gleyma að líklega yrði það talið algjörlega óviðunandi að selja útlendu fólki heilbrigðisþjónustu ef hér væru langir biðlistar eftir aðgerðum fyrir landsmenn. Nú er þetta smám saman að breytast og eins og fundarmenn þekkja þá eru biðlistar á Landspítala - háskólsjúkrahúsi hverfandi og í fjölmörgum greinum eru þeir algjörlega horfnir. Þetta gerir enn áhugaverðara en ella að spítalinn fari að bjóða upp á meiri þjónustu - og þar getur átt í hlut hvort heldur innlendir menn eða útlendir.
Fámennið hér og fjarlægð okkar frá þeim samfélögum sem hafa vilja og getu til að kaupa af okkur heilbrigðisþjónustu hindrar, en e.t.v. liggja einnig sóknarfæri í þessum þáttum. Ef við viljum selja heilbrigðisþjónustu okkar erlendis þurfum við að huga að samspili nokkurra þátta svo sem góðrar og öruggrar þjónustu, tryggs umhverfis, hreinleika landsins og annarra atriða sem þykja eftirsóknarverð þeim sem hugsa vel um sína heilsu. Það væru mistök af minni hálfu ef ég gæti þess ekki að einu einkafyrirtæki hefur tekist að markaðssetja starf sitt í útlöndum og á allt hrós skilið fyrir, þ.e. Bláa lónið.
Enginn efi er að heilbrigðisþjónusta er markaðsvara og það í vaxandi mæli. Viðskiptahugsunin er því mjög áleitin og kemur ekki síst upp þegar opinberir fjármunir eru knappir. Landspítali - háskólasjúkrahús er engin undantekning þar á og telur sig hafa ýmislegt fram að færa í frjóu samstarfi við einkaaðila. Í huga margra felst þó sú hætta að verði of langt gengið í þessa átt, fari viðurkennd félagsleg gildi forgörðum.
3. Eru möguleikar á samstarfi spítala og einkafyrirtækja?
Þriðja málefnið sem ég kem inn á er um hvaða verkefni er áhugavert fyrir fyrirtæki og spítalann að eiga samstarf um?
Fyrst verð ég að segja nokkur orð um það samstarf sem spítalinn hefur átt við einkafyrirtæki. Mikilvægast á þessu sviði er samvinna spítala og starfsmanna hans við líftæknifyrirtækin hér á landi, þ.e.a.s. Íslenska erfðagreiningu og Urði Verðandi Skuld. Ég hef ávallt verið stuðningsmaður þess að spítalinn ætti gott samstarf við þessi fyrirtæki og ég held að þegar til þess samstarfs var stofnað fyrir fjórum árum hafi það verið vilji beggja aðila.
Það sem opinber stofnun, eins og spítalinn, þarf ávallt að hafa í huga er að aðstæður geta breyst hratt hjá einkafyrirtækjunum, bæði að því er tekur til eignarhalds, skuldbindinga og markaðstöðu, ekki síst ef um áhætturekstur er að ræða. Ég þarf ekki að rekja það fyrir fundarmönnum að það hefur veriðandstreymi hjá báðum líftæknifyrirtækjum.
En það er fleira en þetta sem vert er að nefna. Spítalinn hefur átt ágætis samstarf við fyrirtæki eins og Taugagreiningu hf., Össur hf. og gleymum því ekki að grunnurinn að fyrirtækinu Flögu var lagður innan spítalans. Einnig eigum við samstarf við fleiri fyrirtæki m.a. mörg lyfjafyrirtæki og lítil sprotafyrirtæki sem hafa sprottið upp úr því rannsóknarstarfi sem starfsmenn spítalans hafa unnið.
En hvað gerir samstarf við einkafyrirtæki áhugavert fyrir spítalann og hvað frá sjónarhóli fyrirtækis?
Sé litið á þetta frá sjónarhóli spítalafólks þá fer ekki á milli mála að það er ávallt áhugavert að geta komið góðum hugmyndum og niðurstöðum á framfæri. Mikill metnaður er til staðar hvað þetta varðar og markvisst er leitast við að halda uppi rannsóknum og efla vísindalega hugsun sem mætti njóta meiri skilnings utan spítalans. Nafn spítalans er í mörgum tilfellum hjálplegt til að greiða götu hugvitsmanna en samvinna við einkafyrirtæki skiptir einnig miklu máli á tímum þegar fjármunir eru knappir.
En hvað er það sem vekur áhuga fyrirtækja á samvinnu við sjúkrahús?
Að öðrum ólöstuðum, er þekking og hæfni heilbrigðistarfsfólks innan Landspítala - háskólasjúkrahúss meiri en fæst annars staðar á landinu. Sú staðreynd er ávísun á fagmennsku í störfum og gæði þjónustunnar. Meðal vel menntaðra starfsmanna spítalans þróast margar hugmyndir er geta orðið að áhugaverðri markaðsvöru ef vel er á haldið. Allar góðar vörur eru reyndar áður en þær eru seldar og þannig getur spítalinn lagt af mörkum. Hugmyndir geta þroskast í samspili hugmyndaríks fólks sem kemur að á mismunandi forsendum, svo sem forsendum viðskipta og forsendum fræða. Það er því ekki vafi á að sampil þessara aðila er áhugavert og í beggja þágu.
4. Leynast áhugaverð verkefni milli spítalans og tryggingafélaga?
Sjúkrahús eru í eðli sínu ekki sölufyrirtæki, jafnvel þó þau hafi góða vöru á boðstólum. Því þarf Landspítali - háskólasjúkrahús að eiga samstarf við aðila sem getur markaðssett þá vöru sem spítalinn vill bjóða, þ.e. heilbrigðisþjónustu, og byggt þannig brú milli spítalans og kaupenda. Vafalaust á það einnig við hér sem á öðrum sviðum að bestur árangur geti náðst ef við einbeitum okkur að afmörkuðum sviðum og leggjum þar undir til að skapa sérhæfingu og framúrskarandi fagmennsku. Tryggingafélög geta sennilega betur en aðrir byggt þessar tengingar við erlenda aðila gegnum viðskiptasambönd sín. Samstarf milli spítalans og tryggingafélaga getur því verið mjög áhugavert af þessum ástæðum, og hins að heilbrigðisþjónusta virðist mér stefna í að verða viðfangsefni jafnt opinberra aðila og tryggingafélaga fyrir hönd sjúklinga.
Takk fyrir.
Magnús Pétursson, forstjóri LSH á fundi hjá VÍS
Góðir fundarmenn!
Mér er sönn ánæga að fjalla í fáum orðum um; hvort það kunni að vera áhugavert fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús að eiga samvinnu af einhverju tagi við einkafyrirtæki eða öfugt. Ég þakka jafnframt fyrir það að vera boðið að taka þátt í þessum fundi.
Ég held það sé við hæfi að segja í upphafi þessa máls að opinberum stofnunum hefur ekki verið ætlað og þeim því ekki tamt, að eiga sérstaklega viðskiptasamvinnu við einkafyrirtæki. Frá því ríkið dró sig út úr rekstri atvinnufyrirtækja er almennt litið svo á að hlutverk hins opinbera sé að setja leikreglur og standa að þjónustu í samfélaginu fremur en að vera beinn þátttakandi í framleiðslu vöru og þjónustu á viðskiptalegum grunni. Þetta kann að vera að breytast.
Víða má greina að hagur kann að felast í samvinnu opinberra aðila og einkafyrirtækja, báðum til hagsbóta. Þessi afstaða byggist á því að kunnátta og færni í stofnunum eða fyrirtækjum hins opinbera er oft áhugaverður í viðskiptalegu tilliti. Margar mennta- og þjónustustofnanir ríkisins búa yfir afar mikilli þekkingu vel menntaðra starfsmanna sem eru verðmæti ein og sér, en einnig yfir tengslum, tiltrú og festu. Glöggt dæmi um þetta er samstarf við starfsmenn Háskóla Íslands á ýmsum sviðum raun- og hugvísinda.
Þetta viðhorf til samstarfs opinberra stofnana og einkafyrirtækja á viðskiptaforsendum er smám saman að breytast og samstarfinu þarf að finna farveg. Landspítali - háskólasjúkrahús er ekki frábrugðinn öðrum opinberum stofnunum hvað þetta snertir og spítalinn hefur verið að endurmeta afstöðu sína í þessu efni. En skoðun okkar á þessu er eitt, lagaumgjörðin og formlegar heimildir annað. Hér nefni ég, að reglur og lög um opinbera starfsemi þurfa að veita meira rými fyrir samstarf við einkafyrirtæki. Reglur um starfsemi ríkisins hér á landi hafa verið og eru um of þannig að fremur er latt til samstarfs við einkafyrirtæki á viðskiptaforsendum. Þetta birtist m.a. í því að stofnunum er óheimilt að eiga hlutabréf í fyrirtækjum, ráðstafa fasteignum og takmörk eru á viðskiptasamningum til langs tíma.
Ég ætla að reifa þrjú meginatriði í máli mínu horft af bæjarhóli Landspítala - háskólasjúkrahúss.
1. Nokkur grundvallarhugtök
Fyrsta atriði lýtur að nokkrum grundvallarhugtökum í opinberri heilbrigðisumræðu. Þau skipta verulegu máli þegar við ræðum þennan málaflokk sem tekur æði mikið rúm í okkar samfélags- og efnahagsumræðu.
Það hefur orðið sífellt áleitnara í huga mínum að etv. eigi ekki að leggja svo mikla áherslu, sem raun ber vitni, á að aukin umsvif í heilbrigðisþjónustu séu nauðsynlega af hinu illa. Veikindi og sjúkdómar eru staðreynd og eiga sér ýmsar ástæður; erfðafræðilegar, félagslegar og af völdum lífshátta. Hver sem orsökin kann að vera þá má telja nokkuð víst að bættur efnahagur mun leiða til aukinnar spurnar eftir heilbrigðisþjónustu og um það tel ég engum blöðum að fletta að heilbrigðisþjónustan mun taka til sín meira fé í framtíðinni en hún gerir nú. Að nokkru er þetta vegna aukinnar þekkingar og getu til þess að lækna en einnig er ekki vafi á að eftir því sem efnahagur einstaklinganna styrkist, því fúsari er hann til þess að leggja meira af mörkum til þátta er snerta heilbrigði. Hins vegar kann menn að greina á um hvort aukin framlög til heilbrigðismála skuli eiga sér stað undir félagslegum merkjum annars vegar eða á forsendum einstaklingsins hins vegar, þ.e. úr hans eigin vasa eða fyrir tilstuðlan einkatrygginga.
Hér á landi er talið að til opinberrar heilbrigðisþjónustu renni um 66 milljarðar króna og af þeirri upphæð greiða einstaklingarnir beint um 12 milljarða króna eða 15%. Þetta er lægra hlutfall en víða annars staðar. Áætlað hefur verið að starf og viðskipti sem miða að heilbrigði eða betri heilsu og líðan nemi verulega hærri upphæð. Hér nefni ég t.d. heilsutengda ferðaþjónustu, rannsóknir fyrirtækja, heilsuræktarstöðvar og heilbrigðistækniiðnaðinn.
Málið snýst þess vegna ekki eingöngu um það hvort við verjum meiru eða minnu af þjóðarframleiðslunni til heilbrigðismála heldur hvar liggja mörkin milli þjónustu sem samfélagið stendur sameiginlega fyrir og hins sem einstaklingurinn sjálfur stendur undir.
Ef þið andmælið mér ekki að spurnin eftir heilbrigðisþjónustu mun aukast og að samfélagið stendur frammi fyrir takmörkun fjármuna sem það er reiðubúið að leggja fram félagslega, þá liggur næst fyrir að spyrja; Hver - og hvar - á að takmarka þjónustuna og út frá hvaða sjónarmiðum? Ég tel að við stöndum á þessum krossgötum hér á landi um þessar mundir.
Í nágrannalöndum okkar standa stjórnvöld frammi fyrir því viðfangsefni að forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni þ.e. í hinu sameiginlega kerfi. Eftirspurn og geta til þess að veita þjónustu er þar langt frá því tæmd. Forgangsröðun - og þær forsendur sem hún er gerð eftir - er áleitin. Á t.d. að raða eftir þjónustugetu, aldri, árangri við tiltekna læknismeðferð, fjármunum eða hvort lífstílssjúkdómar eiga í hlut? Skiptir vilji sjúklings til þess að taka þátt í útgjöldum máli við forgangsröðunina? Eða, eru allir og eiga að vera, jafnir í þessu tilliti?
Ég tel að við séum að nálgast þessi mörk hér á landi í opinberri umræðu um heilbrigðismál. Við höfum litið á það sem skyldu hins opinbera, almannavaldsins, að tryggja sem besta heilbrigðisþjónustu og skrifum í 1. gr. heilbrigðislaganna að það sé skylda hins opinbera að veita öllum fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á. Ég held að þetta þurfi að endurmeta - og skilgreina - hvar hin samfélagslega ábyrgð liggur og hvaða heilsuþjónustu eðlilegt sé að einstaklingarnir kosti sjálfir. Við vitum hvar ystu mörkin liggja. Meðferð lífshættulegra sjúkdóma sem krefjast meðferðar án tafar er samstaða um að kosta úr sameiginlegum sjóðum. En meðferð sem ekki hefur áhrif á getu eða lífsmöguleika einstaklingsins en bætir útlit hans, er etv. eðlilegt að einstaklingurinn kosti sjálfur. Vandinn er að finna hvar línur skerast.
Ég vil taka af öll tvímæli að hér er ég ekki að tala um hvort þjónustu eigi að veita af opinberum stofnunum eða einkareknum lækningastofum. Í sjálfum sér er ekki eðlismunur þar á, enda hvort tveggja greitt af almanna fé að mestu hér á landi.
2. Hvað hefur Landspítali - háskólasjúkrahús fram að færa?
Þá kem ég að öðru meginmálinu í tali mínu en það er; Hvað hefur Landspítali - háskólasjúkrahús fram að færa í samskiptum við einkafyrirtæki?
Í opinberri umræðu er því stundum fleygt að heilbrigðisþjónustan hér á landi sé með því allra besta sem gerist. Það er margt rétt í þessu, en annað kann að vera ofsagt. Þegar á heildina er litið held ég að hún sé harla góð einkum ef gæði hennar eru metin á þann kvarða sem almenningi er tamt. Það er vel þekkt að aðgangur að heilbrigðisþjónustu hér er góður, biðlistar eru styttri en víða þekkist annars staðar þar sem rekin er heilbrigðisþjónusta undir sameiginlegum merkjum. Og ég held að það sé líka satt að í mörgum sérgreinum stöndum við ágætlega framarlega. Á hverju byggist þetta? Óefað á vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki fyrst og fremst. Hér eru reknar háskóladeildir sem kenna og fræða verðandi heilbrigðisstarfsmenn og við erum ólöt að senda okkar fólk til útlanda, vestur um haf eða til Evrópu til þess að afla sér framhaldsmenntunar. Úr svo frjóum jarðvegi, hlýtur að spretta eitthvað gott.
Spyrja má, hvort það sé áhugavert fyrir erlenda sjúklinga að leita lækninga hér á landi? Á síðast liðnu ári barst mér fyrirspurn frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd færeyskra stjórnvalda hvort Landspítali - háskólasjúkrahús gæti tekið að sér hjartalækningar fyrir Færeyinga. Þetta gladdi mig og við svöruðum þessari fyrirspurn á mjög efnislegan hátt og gerðum Færeyingum tilboð í þessa vandasömu þjónustu. Hér er átt við hjartaskurðlækningar, hjartaþræðingar og æðavíkkanir. Svör hafa því miður ekki borist en fyrirspurnin er áhugaverð og vísbending um að heilbrigðisþjónustan er að verða alþjóðleg viðskiptavara. Því má ekki gleyma að víða búa nýir spítalar, sem keppa um þjónustu við sjúklinga, við aðstæður sem við getum ekki boðið upp á. Hér má nefna sjúkrahótel, einbýlis sjúkrastofur o.fl.
Landspítali - háskólasjúkrahús á formlegt samstarf við Varnarliðið í Keflavík og það hefur gengið vel sem og er byggt áfjárhagslegum og faglegumgrunni. Fyrirspurnir hafa t.d. borist um það hvort spítalinn geti tekið að sér lækningar við offitu, sem allir þekkja að er vaxandi vandamál og ákveða þarf hvort eigi að meta á félagslegum grunni eða á ábyrgð hvers og eins.
Sjálfsagt mætti nefna fleiri dæmi þar sem spítalinn hefur þekkingu og færni til þess að veita útlendingum þjónustu. Því megum við þó ekki gleyma að líklega yrði það talið algjörlega óviðunandi að selja útlendu fólki heilbrigðisþjónustu ef hér væru langir biðlistar eftir aðgerðum fyrir landsmenn. Nú er þetta smám saman að breytast og eins og fundarmenn þekkja þá eru biðlistar á Landspítala - háskólsjúkrahúsi hverfandi og í fjölmörgum greinum eru þeir algjörlega horfnir. Þetta gerir enn áhugaverðara en ella að spítalinn fari að bjóða upp á meiri þjónustu - og þar getur átt í hlut hvort heldur innlendir menn eða útlendir.
Fámennið hér og fjarlægð okkar frá þeim samfélögum sem hafa vilja og getu til að kaupa af okkur heilbrigðisþjónustu hindrar, en e.t.v. liggja einnig sóknarfæri í þessum þáttum. Ef við viljum selja heilbrigðisþjónustu okkar erlendis þurfum við að huga að samspili nokkurra þátta svo sem góðrar og öruggrar þjónustu, tryggs umhverfis, hreinleika landsins og annarra atriða sem þykja eftirsóknarverð þeim sem hugsa vel um sína heilsu. Það væru mistök af minni hálfu ef ég gæti þess ekki að einu einkafyrirtæki hefur tekist að markaðssetja starf sitt í útlöndum og á allt hrós skilið fyrir, þ.e. Bláa lónið.
Enginn efi er að heilbrigðisþjónusta er markaðsvara og það í vaxandi mæli. Viðskiptahugsunin er því mjög áleitin og kemur ekki síst upp þegar opinberir fjármunir eru knappir. Landspítali - háskólasjúkrahús er engin undantekning þar á og telur sig hafa ýmislegt fram að færa í frjóu samstarfi við einkaaðila. Í huga margra felst þó sú hætta að verði of langt gengið í þessa átt, fari viðurkennd félagsleg gildi forgörðum.
3. Eru möguleikar á samstarfi spítala og einkafyrirtækja?
Þriðja málefnið sem ég kem inn á er um hvaða verkefni er áhugavert fyrir fyrirtæki og spítalann að eiga samstarf um?
Fyrst verð ég að segja nokkur orð um það samstarf sem spítalinn hefur átt við einkafyrirtæki. Mikilvægast á þessu sviði er samvinna spítala og starfsmanna hans við líftæknifyrirtækin hér á landi, þ.e.a.s. Íslenska erfðagreiningu og Urði Verðandi Skuld. Ég hef ávallt verið stuðningsmaður þess að spítalinn ætti gott samstarf við þessi fyrirtæki og ég held að þegar til þess samstarfs var stofnað fyrir fjórum árum hafi það verið vilji beggja aðila.
Það sem opinber stofnun, eins og spítalinn, þarf ávallt að hafa í huga er að aðstæður geta breyst hratt hjá einkafyrirtækjunum, bæði að því er tekur til eignarhalds, skuldbindinga og markaðstöðu, ekki síst ef um áhætturekstur er að ræða. Ég þarf ekki að rekja það fyrir fundarmönnum að það hefur veriðandstreymi hjá báðum líftæknifyrirtækjum.
En það er fleira en þetta sem vert er að nefna. Spítalinn hefur átt ágætis samstarf við fyrirtæki eins og Taugagreiningu hf., Össur hf. og gleymum því ekki að grunnurinn að fyrirtækinu Flögu var lagður innan spítalans. Einnig eigum við samstarf við fleiri fyrirtæki m.a. mörg lyfjafyrirtæki og lítil sprotafyrirtæki sem hafa sprottið upp úr því rannsóknarstarfi sem starfsmenn spítalans hafa unnið.
En hvað gerir samstarf við einkafyrirtæki áhugavert fyrir spítalann og hvað frá sjónarhóli fyrirtækis?
Sé litið á þetta frá sjónarhóli spítalafólks þá fer ekki á milli mála að það er ávallt áhugavert að geta komið góðum hugmyndum og niðurstöðum á framfæri. Mikill metnaður er til staðar hvað þetta varðar og markvisst er leitast við að halda uppi rannsóknum og efla vísindalega hugsun sem mætti njóta meiri skilnings utan spítalans. Nafn spítalans er í mörgum tilfellum hjálplegt til að greiða götu hugvitsmanna en samvinna við einkafyrirtæki skiptir einnig miklu máli á tímum þegar fjármunir eru knappir.
En hvað er það sem vekur áhuga fyrirtækja á samvinnu við sjúkrahús?
Að öðrum ólöstuðum, er þekking og hæfni heilbrigðistarfsfólks innan Landspítala - háskólasjúkrahúss meiri en fæst annars staðar á landinu. Sú staðreynd er ávísun á fagmennsku í störfum og gæði þjónustunnar. Meðal vel menntaðra starfsmanna spítalans þróast margar hugmyndir er geta orðið að áhugaverðri markaðsvöru ef vel er á haldið. Allar góðar vörur eru reyndar áður en þær eru seldar og þannig getur spítalinn lagt af mörkum. Hugmyndir geta þroskast í samspili hugmyndaríks fólks sem kemur að á mismunandi forsendum, svo sem forsendum viðskipta og forsendum fræða. Það er því ekki vafi á að sampil þessara aðila er áhugavert og í beggja þágu.
4. Leynast áhugaverð verkefni milli spítalans og tryggingafélaga?
Sjúkrahús eru í eðli sínu ekki sölufyrirtæki, jafnvel þó þau hafi góða vöru á boðstólum. Því þarf Landspítali - háskólasjúkrahús að eiga samstarf við aðila sem getur markaðssett þá vöru sem spítalinn vill bjóða, þ.e. heilbrigðisþjónustu, og byggt þannig brú milli spítalans og kaupenda. Vafalaust á það einnig við hér sem á öðrum sviðum að bestur árangur geti náðst ef við einbeitum okkur að afmörkuðum sviðum og leggjum þar undir til að skapa sérhæfingu og framúrskarandi fagmennsku. Tryggingafélög geta sennilega betur en aðrir byggt þessar tengingar við erlenda aðila gegnum viðskiptasambönd sín. Samstarf milli spítalans og tryggingafélaga getur því verið mjög áhugavert af þessum ástæðum, og hins að heilbrigðisþjónusta virðist mér stefna í að verða viðfangsefni jafnt opinberra aðila og tryggingafélaga fyrir hönd sjúklinga.
Takk fyrir.