Áslaug Björg Viggósdóttir formaður Hringsins hvatti í ræðu sinni á ársfundi LSH almenning, félög og fyrirtæki til þess að leggja lið uppbyggingu barna- og unglingageðdeildar (BUGL) sem í hönd fer.
Hún sagði m.a. í ræðu sinni:
Megináherslan í starfsemi Hringsins er og verður áfram Barnaspítali Hringsins. Félagið hefur þó einnig haft svigrúm til að líta til annarra átta og má þar m.a. nefna Sjónarhól, sem er þjónustumiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Og í tilefni af aldarafmæli Hringsins fyrr á þessu ári ákvað félagið að veita 50 milljónir króna til uppbyggingar á barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut.
Það er okkar skoðun, að þegar horft er til mikilvægra þátta sem þarfnast úrlausnar í velferð barna hljóti athyglin að beinast að þessu málefni. Þörfin á skjótum úrbótum er svo brýn að okkur fannst blóðið renna til skyldunnar og erum við þess fullvissar að þetta framlag okkar komi að góðum notum.
....
Það er einlæg ósk mín að landsmenn allir láti sig þetta málefni varða, þannig að sem fyrst verði unnt að hrinda af stað framkvæmdum sem ætlað er að bæta úr þeirri brýnu þörf til úrbóta sem barna- og unglingageðdeildin horfist í augu við.
Ræðan í heild