Landspítali - háskólasjúkrahús hefur afhent Hjálparstarfi kirkjunnar 70 notuð sjúkrarúm og endurhæfingarbúnað sem fer sem gjöf spítalans til Afganistans. Flogið verður með gjöfina til Kabúl í lok mánaðarins. Magnús Pétursson forstjóri LSH og Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri tækni og eigna afhentu gjöfina Jónasi Þ. Þórissyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins. Eimskip lánaði gáma til geymslu og flutninga.
Sjúkrarúm og endurhæfingarbúnaður til Afganistans
LSH gefur 70 sjúkrarúm og endurhæfingarbúnað til Afganistans og verður flogið með gjöfina þangað um mánaðamótin.