Hluti stýrihóps RAI-MH verkefnisins á geðsviði fór í kynnisferð til Ontarío í Kanada haustið 2003. Tilgangur ferðarinnar var að sækja heim þá sem haft hafa veg og vanda að þróun RAI-MH mælitækja í geðheilbrigðisþjónustu og kynna fyrir þeim þá vinnu sem unnin hefur verið á geðsviði LSH við RAI-MH mælitækið. Jafnframt að treysta samskipti þróunarhópa og rannsakenda í Kanada annars vegar og RAI-MH fólks á LSH hins vegar með áframhaldandi þróun og samstarf í huga. Umsjón með allri skipulagningu heimsóknarinnar í Kanada hafði Dr. John P. Hirdes, sem er prófessor við háskólann í Waterloo í heilbrigðisvísindum og öldrunarfræðum, en hann er einnig "Scientific Director" við Homewood Research Institude. FArið var í háskólann í Waterloo (http://www.uwaterloo.ca/), Homewood Research Institute
(http://www.homewood.org/) í Guelph og Centre of Addiction and Mental Health (CAMH http://www.camh.net/) í Toronto sem er stærsta geðsjúkrahús í Kanada.
Í ljós kom að Íslendingar eru einna lengst komnir í notkun RAI-MH mælitækisins í Evrópu.
Mælt er með því að RAI-MH mælitækið sé notað strax við innritun sjúklings og síðan við útskrift. Auk þess sem mælitækið inniheldur miklar upplýsingar, tengist það matslyklum, árangursmælingum, gæðavísum og kostnaðargreiningu. Sjúklingar sem liggja á deildum til lengri tíma eru síðan metnir 2-4 sinnum á ári. Í dag er þetta verklag ekki raunhæft á Íslandi vegna þess að hugbúnaður er ekki fyrir hendi. Því var tekin sú ákvörðun að hafa þann háttinn á að meta tvisvar á ári og fá þannig ákveðna lýsingu á sjúklingahópnum á hverjum tíma. Kanadamenn hafi í síauknum mæli tekið í notkun hugbúnað fyrir RAI-MH og telja tilkomu hans hafa valdið straumhvörfum í upplýsingasöfnun og þjónustu við sjúklinga á geðdeildum. Forrit sem er hannað þannig að það getur tengst og "talað við" önnur tölvukerfi sem í notkun eru á LSH væri til mikilla bóta fyrir áframhaldandi vinnu og þróun á spennandi tæki sem ekki hefur áður verið til staðar í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Myndin var tekin í University of Waterloo í kynniferð RAI-MH stýrihóps geðsviðs til Ontario í Kanada. Frá vinstri: Trevor Smith (Asssitant Professor UW), Halldór Kolbeinsson (yfirlæknir LSH), Rannveig Þöll Þórsdóttir(hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri LSH), Guðrún Guðmundsdóttir (hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri RAI-MH, LSH), John Hirdes (Professor UW), Nancy Curtin-Telegdi(Providence Centre og JPPC) , Jeff Poss (Research Associate UW), Lynn Martin (Research Associate UW). Tréð í bakgrunninum er japanskur hlynur í fullum haustlitum
(http://www.homewood.org/) í Guelph og Centre of Addiction and Mental Health (CAMH http://www.camh.net/) í Toronto sem er stærsta geðsjúkrahús í Kanada.
Í ljós kom að Íslendingar eru einna lengst komnir í notkun RAI-MH mælitækisins í Evrópu.
Mælt er með því að RAI-MH mælitækið sé notað strax við innritun sjúklings og síðan við útskrift. Auk þess sem mælitækið inniheldur miklar upplýsingar, tengist það matslyklum, árangursmælingum, gæðavísum og kostnaðargreiningu. Sjúklingar sem liggja á deildum til lengri tíma eru síðan metnir 2-4 sinnum á ári. Í dag er þetta verklag ekki raunhæft á Íslandi vegna þess að hugbúnaður er ekki fyrir hendi. Því var tekin sú ákvörðun að hafa þann háttinn á að meta tvisvar á ári og fá þannig ákveðna lýsingu á sjúklingahópnum á hverjum tíma. Kanadamenn hafi í síauknum mæli tekið í notkun hugbúnað fyrir RAI-MH og telja tilkomu hans hafa valdið straumhvörfum í upplýsingasöfnun og þjónustu við sjúklinga á geðdeildum. Forrit sem er hannað þannig að það getur tengst og "talað við" önnur tölvukerfi sem í notkun eru á LSH væri til mikilla bóta fyrir áframhaldandi vinnu og þróun á spennandi tæki sem ekki hefur áður verið til staðar í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Myndin var tekin í University of Waterloo í kynniferð RAI-MH stýrihóps geðsviðs til Ontario í Kanada. Frá vinstri: Trevor Smith (Asssitant Professor UW), Halldór Kolbeinsson (yfirlæknir LSH), Rannveig Þöll Þórsdóttir(hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri LSH), Guðrún Guðmundsdóttir (hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri RAI-MH, LSH), John Hirdes (Professor UW), Nancy Curtin-Telegdi(Providence Centre og JPPC) , Jeff Poss (Research Associate UW), Lynn Martin (Research Associate UW). Tréð í bakgrunninum er japanskur hlynur í fullum haustlitum