Landspítali - háskólasjúkrahús og Heilsugæslan hafa endurnýjað samning sem stofnanirnar gerðu með sér þann 26. júní 1999 varðandi deildir sem önnuðust mæðravernd. Með því var ákveðið að sameina starfsemi göngudeildar Kvennadeildar Landspítalans og mæðradeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur undir stjórn Heilsugæslunnar, en með sameiginlegri faglegri leiðsögn. Starfsemin hefur síðan verið nefnd "Miðstöð mæðraverndar" (MM).
Í samningnum nú er kveðið nánar á um fyrirkomulag hinnar sameinuðu starfsemi, hlutverk og stjórnun hennar.
Mynd: Magnús Pétursson forstjóri LSH og Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar undirrituðu samninginn 3. júní 2004 að viðstöddum
fleiri starfsmönnum beggja stofnana
Samningur um Miðstöð mæðraverndar endurnýjaður
Í nýjum samningi LSH og Heilsugæslunnar um Miðstöð mæðraverndar er kveðið nánar en í fyrri samningi á um fyrirkomulag starfseminnar, hlutverk hennar og stjórnun.