Fjöldi fólks sótti opið hús sem öldrunarsvið Landspítala - háskólasjúkrahúss, Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík stóðu fyrir á Landakoti fimmtudaginn 3. júní 2004. Haldnir voru fyrirlestrar um valin fræðileg efni, hagsmunamál eldri borgara reifuð og margvísleg úrræði eldri borgara kynnt, Kór Félags eldri borgara söng og boðið var upp á kaffi. Starfsemi öldrunarsviðs LSH var kynnt, samþætting heimaþjónustu við aldraða, beinþynning og varnir gegn henni, munurinn á gleymsku og Alzheimers sjúkdómi, öryggisskoðun á heimilum til byltuvarna og félagsstarf aldraðra. Auk þess var öldrunarrannsókn Hjartaverndar kynnt.
Fólk notfærði sér óspart margvíslegar mælingar, svo sem blóðþrýstingsmælingar, blóðsykursmælingu, jafnvægismælingu og beinþéttnimælingu á hæl. Stafaganga var kennd og margvíslegt upplýsingaefni lagt fram sem snertir félagsleg mál og heilsufar á efri árum.
Beinþéttnimæling |
Úti í veðurblíðunni |
Margir komu í heimsókn |
Blóðþrýstings- og blóðsykursmæling....og.... |
...fjölmargir létu mæla sig |
Í kaffi í turnherberginu |
Fagurt útsýni úr turnherberginu |
Forstjórinn og lækningaforstjórinn ásamt Benedikt Davíðsson formanni Landssambands eldri borgara |