Jón Torfi Gylfason, læknanemi, sem í sumar er í starfi aðstoðarlæknis á kvennasviði LSH, hlaut þann 15. júní verðlaun fyrir besta framlag með veggspjaldi (poster) á 34. þingi norænna fæðinga- og kvensjúkdómalækna (NFOG) í Helsinki, Finnlandi. Verkefni hans fjallaði um óstöðugleika í P53 æxlisbæligeninu í konum með legslímuflakk og var samvinnuverkefni kvennadeildanna á LSH og við Baylor-háskólasjúkrahúsið í Houston, Texas, þar sem Jón vann að fjórða árs námsverkefni í læknisfræði á s.l. vori. Jón Torfi fékk tækifæri til að kynna verkefnið sérstaklega á málþingi um veggspjöldin á NFOG þinginu í Helsinki. Aðalleiðbeinendur Jóns í verkefninu voru Reynir Tómas Geirsson prófessor á Kvennadeild og Dr. Farideh Bischoff og Próf. Joe Leigh Simpson á Baylor College of Medicine í Houston. Samvinna var einnig við lækna á Meinafræðideild LSH, einkum Vigdísi Pétursdóttur.
Jón Torfi Gylfason er lífefnafræðingur að mennt, en er nú langt kominn í læknanámi að auki. Hann hefur unnið að rannsóknaverkefni um legslímuflakk s.l. 3 ár með Reyni T. Geirssyni. Samvinna hefur einnig verið við Íslenska erfðagreiningu og St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði, auk margra annarra á sjúkrastofnunum í og utan Reykjavíkur.
Jón Torfi Gylfason er lífefnafræðingur að mennt, en er nú langt kominn í læknanámi að auki. Hann hefur unnið að rannsóknaverkefni um legslímuflakk s.l. 3 ár með Reyni T. Geirssyni. Samvinna hefur einnig verið við Íslenska erfðagreiningu og St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði, auk margra annarra á sjúkrastofnunum í og utan Reykjavíkur.