Framkvæmdastjórn hefur skipað starfshóp til að meta alla starfsemi slysa- og bráðasviðs og setja fram hugmyndir um með hvaða hætti móttöku slasaðra og bráðveikra verði hagað í framtíðinni. Hópurinn á að skila niðurstöðum eigi síðar en 30. nóvember 2004. Starfshópinn skipa: Björn Zoëga formaður, Ardís Henriksdóttir hjúkrunarfræðingur, Elín María Sigurðardóttir deildarstjóri, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir gæðastjóri, Már Kristjánsson yfirlæknir, Ófeigur Þorgeirsson sérfræðilæknir og Ólafur Ingimarsson sérfræðilæknir.
Starfshópurinn er skipaður í kjölfar álits nefndar sem forstjóri LSH skipaði á vordögum 2004 en henni var falið að yfirfara skipulag, einkum sviðaskipan Landspítala - háskólasjúkrahúss, og gera tillögur til umbóta í því efni. Nefndin, undir stjórn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, setti fram tillögur í tíu liðum. Þar var meðal annars lagt til að endurskilgreina starfsemi slysa- og bráðasviðs.
Í erindisbréfi til starfshópsins um skipulag slysa- og bráðsviðs er hlutverki hans lýst með eftirfarandi hætti:
Innan LSH eru skoðanir skiptar á starfsemi slysa- og bráðasviðs og skipulagi þess. Mikilvægt er því að meðlimir starfshópsins meti alla þætti starfseminnar, þar með talið aðkomu að mönnun neyðarbíls, þyrlusveitar og hlutverki er varða þátttöku spítalans í almannavörnum. Jafnframt er áríðandi að meðlimir starfshópsins komi að verkefninu með opnum hug og óbundnir af fyrri skoðunum og hagsmunum. Hópurinn er valinn sérstaklega með þetta í huga. Við umfjöllun starfshópsins er rétt að gaumgæfa eftirfarandi atriði:
* Hvort hugmyndafræði bráðalækninga, sem unnið hefur verið eftir á LSH sl. fjögur ár, er rétt aðferð við móttöku bráðveikra og slasaðra sjúklinga við þær aðstæður sem hér eru. Í þessu tilliti er mikilvægt að hópurinn afli upplýsinga um fyrirkomulag sambærilegrar starfsemi á sjúkrahúsum, er gegna svipuðu hlutverki og LSH, í nágrannalöndum okkar og þá stefnu sem þau hafa mótað.
* Hvort ágreining um starfsemi slysa- og bráðasviðs megi rekja til skipulags sviðsins og stöðu þess innan spítalans, stjórnunarvanda, samskiptavanda eða annarra þátta.
* Hvort rétt sé að viðhalda núverandi skipulagi slysa- og bráðamóttöku eða breyta því þannig að sérgreinum verði falin ábyrgð á bráðamóttöku tiltekinna sjúklingahópa. Tillögur hópsins þurfa að miðast við að öllum sjúklingahópum sé sinnt, einnig sjúklingum með fjölþætt vandamál.
* Að góð þjónusta við sjúklinga, hagkvæm nýting fjármuna og nauðsynleg aðstaða til kennslu og rannsókna verði leiðarljós í starfi hópsins.
* Mikilvægt er að ungir læknar sem stefna á sérfræðinám fái um það skýr svör, hvort sérgreinin bráðalæknisfræði, verði stunduð hér á landi í náinni framtíð.
Starfshópurinn er skipaður í kjölfar álits nefndar sem forstjóri LSH skipaði á vordögum 2004 en henni var falið að yfirfara skipulag, einkum sviðaskipan Landspítala - háskólasjúkrahúss, og gera tillögur til umbóta í því efni. Nefndin, undir stjórn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, setti fram tillögur í tíu liðum. Þar var meðal annars lagt til að endurskilgreina starfsemi slysa- og bráðasviðs.
Í erindisbréfi til starfshópsins um skipulag slysa- og bráðsviðs er hlutverki hans lýst með eftirfarandi hætti:
Innan LSH eru skoðanir skiptar á starfsemi slysa- og bráðasviðs og skipulagi þess. Mikilvægt er því að meðlimir starfshópsins meti alla þætti starfseminnar, þar með talið aðkomu að mönnun neyðarbíls, þyrlusveitar og hlutverki er varða þátttöku spítalans í almannavörnum. Jafnframt er áríðandi að meðlimir starfshópsins komi að verkefninu með opnum hug og óbundnir af fyrri skoðunum og hagsmunum. Hópurinn er valinn sérstaklega með þetta í huga. Við umfjöllun starfshópsins er rétt að gaumgæfa eftirfarandi atriði:
* Hvort hugmyndafræði bráðalækninga, sem unnið hefur verið eftir á LSH sl. fjögur ár, er rétt aðferð við móttöku bráðveikra og slasaðra sjúklinga við þær aðstæður sem hér eru. Í þessu tilliti er mikilvægt að hópurinn afli upplýsinga um fyrirkomulag sambærilegrar starfsemi á sjúkrahúsum, er gegna svipuðu hlutverki og LSH, í nágrannalöndum okkar og þá stefnu sem þau hafa mótað.
* Hvort ágreining um starfsemi slysa- og bráðasviðs megi rekja til skipulags sviðsins og stöðu þess innan spítalans, stjórnunarvanda, samskiptavanda eða annarra þátta.
* Hvort rétt sé að viðhalda núverandi skipulagi slysa- og bráðamóttöku eða breyta því þannig að sérgreinum verði falin ábyrgð á bráðamóttöku tiltekinna sjúklingahópa. Tillögur hópsins þurfa að miðast við að öllum sjúklingahópum sé sinnt, einnig sjúklingum með fjölþætt vandamál.
* Að góð þjónusta við sjúklinga, hagkvæm nýting fjármuna og nauðsynleg aðstaða til kennslu og rannsókna verði leiðarljós í starfi hópsins.
* Mikilvægt er að ungir læknar sem stefna á sérfræðinám fái um það skýr svör, hvort sérgreinin bráðalæknisfræði, verði stunduð hér á landi í náinni framtíð.