Framlag sálfræðinga á geðsviði til meðferðar sjúklinga á LSH er til umfjöllunar á vísindadegi sálfræðinga á geðsviði föstudaginn 24. september 2004, kl. 10:00 til 16:00 í Hringsal á Landspítala Hringbraut.
Sálfræðingar á geðsviði kynna gestum og samstarfsfólki framlag sitt til meðferðar sjúklinga í þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstarfsmanna.
Reynt verður að gefa svolitla innsýn í þær aðferðir sem sálfræðingarnir nota í meðferð og tekin dæmi bæði af einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, af meðferð barna, unglinga og fullorðinna.
Dagskrá
10:00 - 10:30 | Kynning á sálfræðingum geðsviðs og störfum þeirra. |
10:30 - 11:00 | Upp, upp mitt geð... - Hugræn hópmeðferð vegna þunglyndis. Sigurbjörg Ludvigsdóttir og Pétur Tyrfingsson |
11:00 - 11:15 | Kaffihlé |
11:15 - 11:45 | Einstaklingsmeðferð á göngudeild geðsviðs LSH. - Hvað er gert í 4-6 viðtölum? Auður Arna Arnardóttir |
11:45 - 12:15 | Hugræn atferlismeðferð í hóp við félagsfælni. Guðrún Íris Þórsdóttir og Sóley Dröfn Davíðsdóttir |
12:15 - 13:00 | Matarhlé |
13.00 - 14:00 | Framlag sálfræðinga á geðsviði til meðferðar sjúklinga. - Árangur hugrænnar atferlismeðferðar í framlínuþjónustu. Agnes Agnarsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Emil Einarsson og Jón Friðrik Sigurðsson |
14:00 - 14:30 | Framlag sálfræðinga á geðsviði til Barnaspítala Hringsins. Urður Njarðvík |
14:30 - 15:00 | Kaffihlé |
15:00 - 15:30 | Hópmeðferð fyrir unglinga með þunglyndi. Haukur Haraldsson |
15:30 - 16:00 | Dæmi úr meðferð unglingsstúlku með átröskun. Guðrún Oddsdóttir |