Tilkynning um að VIOXX sé tekið af markaði um allan heim.
Lyfjafyrirtækið Merck Sharp & Dohme (MSD) tilkynnti í dag að það hefði ákveðið af eigin frumkvæði að taka af markaði gigtarlyfið VIOXX (rofecoxib) um heim allan. Lyf þetta sem er sértækur COX-2 hemill hefur verið notað við einkennum slitgigtar og liðagigtar og einnig sem verkjalyf. Ástæða þessarar ákvörðunar er að lyfleysustýrð rannsókn sem staðið hefur í þrjú ár sýndi aukna áhættu á hjarta-, æða- og heilaáföllum eftir að lyfið hafði verið notað í 18 mánuði. Ástæðan fyrir þessu er ekki með öllu ljós en vitað er að lyf af þessum lyfjaflokki hafa ýmis áhrif á æðakerfið. Á þessu stigi er ekki ljóst hvort sama gildir um langtíma notkun annarra lyfja af sama flokki eða skildra lyfja. Lyfið verður tekið af lyfjalista spítalans og verður ekki notað lengur á LSH. Sjúklingum er bent á að hafa samband við lækna sína um hvaða lyf er heppilegast að nota í staðinn.
Lyfjasvið LSH