Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 9. október 2004 hefur þemað "Tengslin milli líkamlegrar og andlegrar heilsu".
Fjölbreytt dagskrá verður í tilefni dagsins í Reykjavík.
10:00 - 13:00 | Þunglyndi: Sálfræðilegt sjónarhorn. Fræðsluerindi sérfræðinga í klínískri sálfræði í sal 3 í Háskólabíói, aðgangseyrir 1000 kr. |
13:00 | Geðhlaup í Nauthólsvík. |
14:30 | Undirbúningur göngu við Hlemm. Konur frá kvennahlaupi ÍSÍ sjá um upphitun og félagar úr stafgöngufélagi ÍSÍ kynna stafgöngu. |
15:00 | Gengið af stað niður Laugaveg. Lúðrasveit verkalýðsins leiðir gönguna. Gengið verður með áletraðar blöðrur, ,,sleppum grímunni". |
15:45 | Blöðrunum sleppt á táknrænan hátt við Ráðhúsið. |
16:00 - 18:00 | Dagskrá í Tjarnasal Ráðhússins. Kynnir: Egill Helgason 1. Opnunarávarp; Frú Vigdís Finnbogadóttir verndari dagsins. 2. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flytur ávarp. 2. Viðar H. Eiríksson flytur erindi um tilurð og tilgang Qi gong æfinga. 3. Daði Kjartansson trúbador. 4. Hulda Jeppesen sjúkraþjálfari: ,,Heilbrigð sál í hraustum líkama". 5. Kór Fjölmenntar. 6. Lýðheilsustöð "Geðrækt": Hreyfingin eflir andann- gefðu þér tíma. Ingibjörg B. Jóhannesdóttir formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ afhendir formlega bækling sem gefin er út í krafti samstarfs ÍSÍ og Lýðheilsustöðvar. 7. Hljómsveitin 101 Reykjavík. 8. "Daganna kvæðakver". Guðmundur Haraldsson les ljóð úr nýútkominni ljóðabók Leifs Jóelssonar skálds. 9. Hjörleifur Valsson fiðluleikari og félagar. 10. Hljómsveitin Sinus. 11. Steindór Andersen kvæðamaður. |