Heilbrigðisráðherra Kína er í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann kom ásamt fylgdarliði sínu á Landspítala - háskólasjúkrahús skömmu fyrir hádegi miðvikudaginn 13. október 2004. Heimsóknin hófst á Eiríksstöðum þar sem forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga tóku á móti gestunum og fræddu um LSH. Síðan var haldið á Landspítala Hringbraut og skoðuð starfsemi hjartadeilda og barnaspítalinn.
Gao Qiang er frá Yanshan í í Hebei héraði í Kína, fæddur 1944. Hann er menntaður í hagfræði frá Renmin háskólanum í Kína. Gao Qiang var áður m.a. bæði embættismaður og ráðherra í fjármálaráðuneytinu kínverska en var skipaður heilbrigðisráðherra í apríl 2003.