Geislameðferðardeild krabbameinslækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur fengið nýjan línuhraðall. Því var fagnað á samkomu föstudaginn 15. október 2004 í K-byggingu, Landspítala Hringbraut. Þar tók Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra línuhraðalinn formlega í notkun.
Tækið er framleitt hjá bandaríska fyrirtækinu Varian og er af gerðinni Clinac 2100CD. Það kemur í stað eldra tækis sem þjónað hefur við geislameðferð krabbameinssjúklinga frá árinu 1989. Það var keypt til landsins í kjölfar átaks Lions hreyfingarinnar á Íslandi sem safnaði fyrir því með sölu rauðrar fjaðrar árið 1985. Nýja tækið kostar um 170 milljónir króna.
Hátækniþróun í geislameðferð hefur leitt til bætts árangurs í baráttu við krabbamein. Það kemur fram í lengri lifun sjúklinga og lækkaðri tíðni aukaverkana þar sem heilbrigðum vef er nú hlíft betur en áður hefur verið unnt. Styrkmótuð geislameðferð (IMRT eða Intensity Modulated Radiation Therapy) hefur verið tekin í notkun í mörgum nágrannalöndum okkar og bætir enn frekar árangur við meðferð. Línuhraðlinum fylgir ný tækni, svo sem 120 laufa fjölblaðablenda og stafræn eftirlitsmyndataka, sem eykur öryggi við meðferð. Línuhraðallinn gefur m.a. kost á IMRT og leggur grunn að svonefndri "stereótaktískri" geislameðferð sem er víða notuð í stað skurðaðgerða.
Í K-byggingu er sérhæfð aðstaða fyrir geislameðferð með línuhröðlum, sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Það húsnæði var tekið í notkun árið 1989 og hefur geislameðferð verið þar með tveimur háorku meðferðartækjum fyrir ytri geislameðferð, línuhraðli og kóbalttæki fram til ársins 1995 en með tveimur línuhröðlum frá árinu 1996.
Árið 2003 komu 449 sjúklingar í 9.206 heimsóknir vegna geislameðferðar og undirbúnings hennar. Fjöldi gefinna geislareita það ár var 20.359. Áætlað hefur verið að þörf verði fyrir þriðja háorkutækið síðar á þessum áratug, miðað við þróun í nútíma geislameðferð og að teknu tilliti til aukinnar tíðni krabbameina. Þessi fyrirsjáanlega aukning byggir m.a. á breyttri aldursdreifingu íslensku þjóðarinnar.
Mynd: Garðar Mýrdal geislaeðlisfræðingur við línuhraðalinn
Tækið er framleitt hjá bandaríska fyrirtækinu Varian og er af gerðinni Clinac 2100CD. Það kemur í stað eldra tækis sem þjónað hefur við geislameðferð krabbameinssjúklinga frá árinu 1989. Það var keypt til landsins í kjölfar átaks Lions hreyfingarinnar á Íslandi sem safnaði fyrir því með sölu rauðrar fjaðrar árið 1985. Nýja tækið kostar um 170 milljónir króna.
Hátækniþróun í geislameðferð hefur leitt til bætts árangurs í baráttu við krabbamein. Það kemur fram í lengri lifun sjúklinga og lækkaðri tíðni aukaverkana þar sem heilbrigðum vef er nú hlíft betur en áður hefur verið unnt. Styrkmótuð geislameðferð (IMRT eða Intensity Modulated Radiation Therapy) hefur verið tekin í notkun í mörgum nágrannalöndum okkar og bætir enn frekar árangur við meðferð. Línuhraðlinum fylgir ný tækni, svo sem 120 laufa fjölblaðablenda og stafræn eftirlitsmyndataka, sem eykur öryggi við meðferð. Línuhraðallinn gefur m.a. kost á IMRT og leggur grunn að svonefndri "stereótaktískri" geislameðferð sem er víða notuð í stað skurðaðgerða.
Í K-byggingu er sérhæfð aðstaða fyrir geislameðferð með línuhröðlum, sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Það húsnæði var tekið í notkun árið 1989 og hefur geislameðferð verið þar með tveimur háorku meðferðartækjum fyrir ytri geislameðferð, línuhraðli og kóbalttæki fram til ársins 1995 en með tveimur línuhröðlum frá árinu 1996.
Árið 2003 komu 449 sjúklingar í 9.206 heimsóknir vegna geislameðferðar og undirbúnings hennar. Fjöldi gefinna geislareita það ár var 20.359. Áætlað hefur verið að þörf verði fyrir þriðja háorkutækið síðar á þessum áratug, miðað við þróun í nútíma geislameðferð og að teknu tilliti til aukinnar tíðni krabbameina. Þessi fyrirsjáanlega aukning byggir m.a. á breyttri aldursdreifingu íslensku þjóðarinnar.
Mynd: Garðar Mýrdal geislaeðlisfræðingur við línuhraðalinn