Háskóli Íslands hefur veitt 13 starfsmönnum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi akademískar nafnbætur. Það var gert við athöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 21. október 2004 þar sem Páll Skúlason rektor afhenti hverjum og einum skírteini til staðfestingar á nafnbót frá þremur deildum Háskólans, læknadeild, félagsvísindadeild og hjúkrunarfræðideild. Þetta er fyrsta skipti sem Háskóli Íslands veitir slíkar nafnbætur og það er gert á grundvelli samstarfssamnings H.Í. og LSH. Samkvæmt samningnum voru settar Reglur um viðurkenningu Háskóla Íslands á akademísku hæfi starfsmanna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og veitingu akademískrar nafnbótar.
Sjá einnig spurt og svarað um akademískar nafnbætur.
Klínískur prófessor
Kristján Steinsson
Valgarður Egilsson
Klínískur dósent
Davíð Gíslason, Eiríkur Líndal, Eyþór H. Björnsson, Gunnar H. Gunnlaugsson, Hjörtur G. Gíslason, Hörður Þorgilsson, Ísleifur Ólafsson, Jón Friðrik Sigurðsson og Óskar Þ. Jóhannsson.
Klínískur lektor
Helga Bragadóttir
Ingibjörg Hilmarsdóttir
Mynd: Þau sem fengu akademískar nafnbætur með skírteinin í höndum í hátíðarsal H.Í. Tveir voru fjarverandi, Hjörtur G. Gíslason og Ísleifur Ólafsson.
Sjá einnig spurt og svarað um akademískar nafnbætur.
Klínískur prófessor
Kristján Steinsson
Valgarður Egilsson
Klínískur dósent
Davíð Gíslason, Eiríkur Líndal, Eyþór H. Björnsson, Gunnar H. Gunnlaugsson, Hjörtur G. Gíslason, Hörður Þorgilsson, Ísleifur Ólafsson, Jón Friðrik Sigurðsson og Óskar Þ. Jóhannsson.
Klínískur lektor
Helga Bragadóttir
Ingibjörg Hilmarsdóttir
Mynd: Þau sem fengu akademískar nafnbætur með skírteinin í höndum í hátíðarsal H.Í. Tveir voru fjarverandi, Hjörtur G. Gíslason og Ísleifur Ólafsson.