Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands hefur fært sjúkraþjálfun á Landspítala Fossvogi að gjöf göngugreiningartæki. Það er af gerðinni GAITRite Analysis System, umboðsaðili er Eirberg ehf.
Göngugreinirinn metur flesta þætti göngu og er mikil hjálp við val á meðferð, spelkum og gönguhjálpartækjum. Með nákvæmari greiningu og meðferð í kjölfarið má m.a. hugsa sér að hægt verði að fækka byltum og brotum. Möguleiki er á ýmsum rannsóknum tengdum göngu t.d. mati á áhrifum lyfja á göngugetu Parkinsonsjúklinga. Tækið býður upp á víðtæka notkun til rannsókna og styrkir þannig vísindalegan þátt starfseminnar.
Eftir sameiningu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur starfsemi sjúkraþjálfunar í Fossvogi aukist til mikilla muna með flutningi taugadeildar þangað af Hringbraut, lungnadeild frá Vífilsstöðum og endurhæfingu krabbameinssjúklinga úr Kópavogi, auk stækkunar bæklunarlækningadeildar.
Myndir:
Þóra Andrésdóttir sjúkraþjálfari, Helga Kristinsdóttir, Kristbjörg Kjartansdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Anna M. Pétursdóttir og Hulda O. Perry, allar í Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, Sara Hafsteinsdóttir yfirsjúkraþjálfari, Arnbjörg Örnólfsdóttir og Jóhanna Jónsdóttir Kvd. RRkÍ, Þórhildur Ólafsdóttir sjúkraþjálfari.
Aftari röð: Guðmundur Sæmundsson og Agnar H. Johnson frá Eirbergi og Stefán Yngvason sviðsstjóri á endurhæfingarsviði LSH.
Tölvutengt ,,töfrateppi" með skynjurum til göngugreiningar. Guðný Gunnsteinsdótir sjúkraþjálfari greinir göngu hjá Kristínu Guðmundsdóttur