Marel hf. hefur þróað og smíðað nýja vog til að vigta ungabörn. Fulltrúar fyrirtækisins afhentu fæðingardeild 23A á LSH vogina að gjöf fimmtudaginn 18. nóvember 2004. Hugmynd að smíði vogarinnar kviknaði þegar einn starfsmanna Marels eignaðist stúlku á fæðingardeildinni fyrir tveimur árum.
Vogin hefur verið í þróun síðan og orðin hin glæsilegasta, mjög nákvæm og með áföstum lengdarmæli.
Guðrún G. Eggertsdóttir yfirljósmóðir tók við nýju voginni sem Guðjón Stefánsson frá Marel afhenti. Guðrúnu er málið líka skylt því það var sonur hennar sem á sínum tíma átti hugmyndina að því að Marel smíðaði svona vog. Litli drengurinn á voginni fæddist 17. nóvember, móðir hans heitir Heiðrún Baldursdóttir.
Starfsfólk á fæðingardeild 23A með fulltrúum Marels sem voru Bergþóra Einarsdóttir, Auðunn Páll Sigurðsson og Guðjón Stefánsson. |