Fyrirmyndarverkefni Leonardó, var afhent í fyrsta sinn á Íslandi 23. nóvember 2004. Sjötíu og sex mannaskiptaverkefni Leonardo áætlunar Evrópusambandsins sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku voru metin og 14 verkefni valin sem fyrirmyndaverkefni.
Verkefnið "Clinical teaching of physiotherapy students in a National University Hospital. How do physiotherapists in Dublin and London implement theory into every-day practice" var eitt þessara verkefna. Verkefni frá Iðntækistofnun, Skautafélagi Reykjavíkur og Stúdentaferðum fengu gæðaviðurkenninguna.
Markmið heimsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að kynna sér verklega kennslu sjúkraþjálfaranema inni á sjúkrahúsum og hins vegar að skiptast á skoðunum við reynda sjúkraþjálfara um verklagsferla og vinnuaðferðir í sjúkraþjálfun á bráðasjúkrahúsum. Sjúkraþjálfarararnir hafa kynnt samstarfsfólki sínu niðurstöður verkefnisins og nýtt þær til kennslu.
Mynd: Þrír sjúkraþjálfarar á Landspítala Fossvogi tóku þátt í mannaskiptaverkefninu. Þeir fóru til Englands, Írlands og Norður-Írlands í október 2003 og heimsóttu 7 sjúkrahús og 2 háskóla á tveimur vikum. Þetta voru Harpa Hrönn Sigurðardóttir, Jóhanna Konráðsdóttir og Ólöf R. Ámundadóttir.