Efling geðheilsu eftir fæðingu - Kynning á fyrstu tveim áföngum rannsóknarinnar
Marga Thome, PhD, Brynja Örlygsdóttir, MSc., og Anna Jóna Magnúsdóttir, cand. B.A. (psychol).
Staður og stund: Mánudagur 13. desember 2004 í Hringsal, Landspítala Hringbraut, kl. 12:15 - 13:00.
Fyrirlesarar eru dr. Marga Thome stjórnandi rannsóknar og Anna J. Magnúsdóttir aðstoðarmaður.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líðan mæðra eftir að hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum sóttu netnámskeið. Markmið þess var að dýpka þekkingu á líðan eftir barnsburð og að veita hjúkrunarmeðferð sem dregur úr vanlíðan.
Rannsóknin er unnin í 5 áföngum frá 2001 - 2006 og eru niðurstöður fyrstu tveggja áfanga kynntar. Aðlagað tilraunasnið með þremur tilrauna- og þremur samanburðarstöðvum af höfuðborgasvæðinu var valið í fyrsta áfanga. Í öðrum áfanga urðu tilraunastöðvar og samanburðastöðvar fjórar. Jafnframt urðu fyrri samanburðarstöðvar að tilraunastöðvum og fyrri tilraunastöðvar að eldri tilraunastöðvum. Þannig urðu til þrír samanburðahópar. Í úrtakið völdust allar konur sem sóttu þjónustu rannsóknarstöðva og fengu gildið 12 eða hærra á Edinborgar-þunglyndiskvarðanum (EPDS) við skimun 9 vikum eftir barnsburð og samþykktu þátttöku í rannsókninni (n=64). Átján konur neituðu þátttöku. Þátttakendur fylltu út eftirfarandi spurningalista 9 vikum eftir barnsburð: Foreldrastreitukvarða, þreytukvarða, SCL-90-R og lista um lýðbreytur. Fimmtán vikum eftir barnsburð var EPDS og foreldrastreitukvarði lagður aftur fyrir og 24 vikum eftir barnsburð voru mælingar með EPDS, þreytu og SCL-90-R endurteknar.
Tilraunahópurinn fékk stuðningsmeðferð hjúkrunarfræðings sem hafði sótt netnámskeiðið. Hjúkrunargreiningar (NIC) voru skráðar fyrir allar konur á rannsóknartímabilinu auk heimsókna hjúkrunarfræðinga, samskipta, töku þunglyndislyfja og tilvísana til sérfræðinga.
Á málstofunni verða kynntar niðurstöður er varða breytingar á þunglyndiseinkennum, foreldrastreitu, þreytu og geðrænum einkennum 15 og 24 vikum eftir barnsburð. Einnig er skýrt frá niðurstöðum skráðra hjúkrunarmeðferða, fjölda samskipta við hjúkrunarfræðinga tilvísana til sérfræðinga og töku þunglyndislyfja.Leitað er skýringa á þáttum sem stuðla að bata annarsvegar og hins vegar þáttum sem draga úr bata.
Marga Thome, PhD, Brynja Örlygsdóttir, MSc., og Anna Jóna Magnúsdóttir, cand. B.A. (psychol).
Staður og stund: Mánudagur 13. desember 2004 í Hringsal, Landspítala Hringbraut, kl. 12:15 - 13:00.
Fyrirlesarar eru dr. Marga Thome stjórnandi rannsóknar og Anna J. Magnúsdóttir aðstoðarmaður.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líðan mæðra eftir að hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum sóttu netnámskeið. Markmið þess var að dýpka þekkingu á líðan eftir barnsburð og að veita hjúkrunarmeðferð sem dregur úr vanlíðan.
Rannsóknin er unnin í 5 áföngum frá 2001 - 2006 og eru niðurstöður fyrstu tveggja áfanga kynntar. Aðlagað tilraunasnið með þremur tilrauna- og þremur samanburðarstöðvum af höfuðborgasvæðinu var valið í fyrsta áfanga. Í öðrum áfanga urðu tilraunastöðvar og samanburðastöðvar fjórar. Jafnframt urðu fyrri samanburðarstöðvar að tilraunastöðvum og fyrri tilraunastöðvar að eldri tilraunastöðvum. Þannig urðu til þrír samanburðahópar. Í úrtakið völdust allar konur sem sóttu þjónustu rannsóknarstöðva og fengu gildið 12 eða hærra á Edinborgar-þunglyndiskvarðanum (EPDS) við skimun 9 vikum eftir barnsburð og samþykktu þátttöku í rannsókninni (n=64). Átján konur neituðu þátttöku. Þátttakendur fylltu út eftirfarandi spurningalista 9 vikum eftir barnsburð: Foreldrastreitukvarða, þreytukvarða, SCL-90-R og lista um lýðbreytur. Fimmtán vikum eftir barnsburð var EPDS og foreldrastreitukvarði lagður aftur fyrir og 24 vikum eftir barnsburð voru mælingar með EPDS, þreytu og SCL-90-R endurteknar.
Tilraunahópurinn fékk stuðningsmeðferð hjúkrunarfræðings sem hafði sótt netnámskeiðið. Hjúkrunargreiningar (NIC) voru skráðar fyrir allar konur á rannsóknartímabilinu auk heimsókna hjúkrunarfræðinga, samskipta, töku þunglyndislyfja og tilvísana til sérfræðinga.
Á málstofunni verða kynntar niðurstöður er varða breytingar á þunglyndiseinkennum, foreldrastreitu, þreytu og geðrænum einkennum 15 og 24 vikum eftir barnsburð. Einnig er skýrt frá niðurstöðum skráðra hjúkrunarmeðferða, fjölda samskipta við hjúkrunarfræðinga tilvísana til sérfræðinga og töku þunglyndislyfja.Leitað er skýringa á þáttum sem stuðla að bata annarsvegar og hins vegar þáttum sem draga úr bata.