Kalla Malmquist sjúkraþjálfari hefur verið valin til að taka við starfi sviðsstjóra á endurhæfingarsviði þann 1. janúar 2005. Guðrún Sigurjónsdóttur hefur gegnt þessu starfi en hefur verið ráðin verkefnisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem hún kemur að málefnum endurhæfingar og fatlaðra einstaklinga.
Kalla hlaut menntun sem sjúkraþjálfari í Noregi og hefur síðan starfað á Landspítalanum, Borgarspítalanum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðan Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem sjúkraþjálfari, yfirsjúkraþjálfari, forstöðusjúkraþjálfari og síðast sem staðgengill sviðsstjóra á endurhæfingarsviði. Kalla hefur bætt við sig þekkingu á hinum ýmsu sviðum sjúkraþjálfunar og starfað gegnum tíðina meira og minna á öllum klínískum sviðum spítalans. Hún var í starfsmannaráði Borgarspítalans frá 1974 - 1982, formaður og fulltrúi starfsmanna í stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar 1979 - 1982. Kalla tók m.a. þátt í uppbyggingu náms í sjúkraþjálfun við H.Í. og skipulagi á verkmenntun sjúkraþjálfara.. Hún stundaði framhaldsnám í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu við HÍ 1996 – 1998 og hefur síðan sótt ýmis námskeið á sviði stjórnunar. Auk stjórnunar og ýmissa nefndarstarfa hefur hún á síðustu árum sérstaklega komið að meðferð sjúklinga eftir hálsskaða og sinnt rannsóknum og fræðslu á því sviði.
Kalla hlaut menntun sem sjúkraþjálfari í Noregi og hefur síðan starfað á Landspítalanum, Borgarspítalanum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðan Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem sjúkraþjálfari, yfirsjúkraþjálfari, forstöðusjúkraþjálfari og síðast sem staðgengill sviðsstjóra á endurhæfingarsviði. Kalla hefur bætt við sig þekkingu á hinum ýmsu sviðum sjúkraþjálfunar og starfað gegnum tíðina meira og minna á öllum klínískum sviðum spítalans. Hún var í starfsmannaráði Borgarspítalans frá 1974 - 1982, formaður og fulltrúi starfsmanna í stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar 1979 - 1982. Kalla tók m.a. þátt í uppbyggingu náms í sjúkraþjálfun við H.Í. og skipulagi á verkmenntun sjúkraþjálfara.. Hún stundaði framhaldsnám í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu við HÍ 1996 – 1998 og hefur síðan sótt ýmis námskeið á sviði stjórnunar. Auk stjórnunar og ýmissa nefndarstarfa hefur hún á síðustu árum sérstaklega komið að meðferð sjúklinga eftir hálsskaða og sinnt rannsóknum og fræðslu á því sviði.